Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 15:06 Það er ekki ofsögum sagt að Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, standi í ströngu þessa dagana. vísir/getty Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira