Fótbolti

Skutu á Manchester United eftir að hinn átján ára Appiah skrifaði undir hjá Almeria

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arvin Appiah er leikmaður Almeria.
Arvin Appiah er leikmaður Almeria. vísir/getty
Spænska félagið Almeria skaut aðeins á Manchester United eftir að hinn átján ára gamli Arvin Appiah skrifaði undir samning við félagið í gær.

Vængmaðurinn átján ára kemur til Spánar frá B-deildarfélaginu Nottingham Forest en hann var mikið orðaður við Manchester United í sumarglugganum.

Appiah var talinn einn mest spennandi leikmaðurinn á Englandi en hann fór frá Forrest þrátt fyrir að hafa skrifað undir fjögurra og hálfs ára samning við félagið í janúar síðastliðnum.

„Fyrirgefiði Macnhester United, Arvin Appiah er rauður og hvítur,“ skrifaði Almeria á Twitter-síðu sína í gær eftir að Rauðu djöflarnir misstu af Appiah.





Talið er að Almeria hafi borgað átta milljónir punda fyrir Englendinginn. Hann kostar eina milljón punda á hvern leik, því hann hefur bara spilað átta leiki fyrir félagið.

Hann skrifar undir fimm ára samning við Almeria en hann er fæddur í Amsterdam. Hann hefur þó verið á Englandi frá unga aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×