Snjómokstur og önnur vetrarþjónusta í Reykjavík kostaði 642 milljónir króna 2018 Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:58 Þeir eru ekki margir dagar það sem af er vetri sem hafa verið hvítir í Reykjavíkurborg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis náði þó að festa einn slíkan á filmu. visir/vilhelm Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni. Borgarstjórn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni.
Borgarstjórn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira