Erlent

Air Canada sektað vegna frönskuleysis

Andri Eysteinsson skrifar
Boeing vél Air Canada í háloftunum.
Boeing vél Air Canada í háloftunum. Getty/NurPhoto
Kanadíska flugfélagið Air Canada hefur verið dæmt til þess að greiða frönskumælandi hjónum tæpar tvær milljónir króna (CAD 21.000) fyrir að hafa brotið á tvítyngilögum Kanada.

Hefur flugfélaginu einnig verið gert að senda hjónunum skriflega afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið á réttindum þeirra sem frönskumælandi Kanadabúa. BBC greinir frá.

Hjónin höfðu formlega kvartað yfir því að skilti í fluginu hafi flest öll verið á ensku. Þau sem hafi verið á frönsku hafi verið minni og ekki eins áberandi. Opinber tungumál í Kanada eru jú bæði Franska og Enska.

Hjónin, Michel og Lynda Thibodeau skiluðu alls inn 22 kvörtunum vegna málsins. Þar á meðal kvörtuðu þau yfir því að orðið „lyfta“, eða lift, var ígrafið á sætisbeltaólarnar en ekkert bólaði á frönsku. Þá var öryggiskynningin sem flutt var á ensku betri en sú sem flutt var á frönsku.

Dómstóll í Ottawa komst að því að flugfélagið hafi ekki sinnt skyldu sinni að hafa bæði opinberu tungumál Kanada sýnileg og var félagið því dæmt til sektar.

Hjónin hafa áður blandað dómstólum inn í deilur þeirra við Air Canada. Árið 2014 var kröfu þeirra um að fá að lögsækja flugfélagið hafnað. Þau höfðu þá lent í því að vegna tungumálaörðugleika hafi drykkjarpöntun þeirra um borð í flugvél félagsins misfarist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×