Ljóst fyrir áramót hvort Icelandair velji Airbus Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:45 Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá Icelandair verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi. Breytingarnar taka gildi fyrsta desember næstkomandi og standa til fyrsta apríl á næsta ári. Aðgerðirnar ná til um hundrað og fimmtíu flugmanna, en hundrað og ellefu þeirra fá skert starfshlutfall og þrjátíu flugstjórar færast niður í stöðu flugmanns. Kyrrsetning MAX flugvélanna hefur haft mikil áhrif á rekstur Icelandair en upphaflega gerði flugfélagi ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári.Eruð þið að fara sjá fyrir endann á erfiðleikunum vegna Max-vélanna? „Við vonumst til þess og reiknum með því að MAX-vélarnar verði farnar að fljúga í byrjun næsta árs, í janúar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Áttu að hefja þjálfun á MAX vélarnar eftir áramót Kyrrsetningin MAX-vélanna felur einnig í sér óvissu um afhendingu fimm nýrra MAX-véla sem áttu að koma snemma á næsta ári. Hluti þeirra flugmanna sem átti að fljúga þeim átti að hefja æfingar eftir áramót. „Þetta er ekki skemmtilegt að tilkynna okkar starfsfólki um þessar breytingar sem við vorum að gera núna en við áttum fund áðan og hljóðið var bærilegt,“ segir Bogi og bætir við að flugmenn Icelandair hafi sýnt mikla tryggð við félagið þegar verr árar eins og nú og vonast til að missa þá ekki frá sér vegna breytinganna. Bogi segir einnig að ekki sé ljóst hversu háar bætur Boeing muni greiða Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna eða hvenær þær komi til greiðslu. Viðræður þess efnis fara fram þessa daganna. Einnig er það til skoðunar að langtímafloti félagsins verði jafnvel undir merkjum Airbus. „Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir Bogi. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá Icelandair verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi. Breytingarnar taka gildi fyrsta desember næstkomandi og standa til fyrsta apríl á næsta ári. Aðgerðirnar ná til um hundrað og fimmtíu flugmanna, en hundrað og ellefu þeirra fá skert starfshlutfall og þrjátíu flugstjórar færast niður í stöðu flugmanns. Kyrrsetning MAX flugvélanna hefur haft mikil áhrif á rekstur Icelandair en upphaflega gerði flugfélagi ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári.Eruð þið að fara sjá fyrir endann á erfiðleikunum vegna Max-vélanna? „Við vonumst til þess og reiknum með því að MAX-vélarnar verði farnar að fljúga í byrjun næsta árs, í janúar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Áttu að hefja þjálfun á MAX vélarnar eftir áramót Kyrrsetningin MAX-vélanna felur einnig í sér óvissu um afhendingu fimm nýrra MAX-véla sem áttu að koma snemma á næsta ári. Hluti þeirra flugmanna sem átti að fljúga þeim átti að hefja æfingar eftir áramót. „Þetta er ekki skemmtilegt að tilkynna okkar starfsfólki um þessar breytingar sem við vorum að gera núna en við áttum fund áðan og hljóðið var bærilegt,“ segir Bogi og bætir við að flugmenn Icelandair hafi sýnt mikla tryggð við félagið þegar verr árar eins og nú og vonast til að missa þá ekki frá sér vegna breytinganna. Bogi segir einnig að ekki sé ljóst hversu háar bætur Boeing muni greiða Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna eða hvenær þær komi til greiðslu. Viðræður þess efnis fara fram þessa daganna. Einnig er það til skoðunar að langtímafloti félagsins verði jafnvel undir merkjum Airbus. „Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir Bogi.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15
111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48