Kemur til greina að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 19:45 Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55
Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00