Setti upp keppni til að slá við stráknum sem vildi naggana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 11:09 Yusaku Maezawa sló við Carter Wilkinson og á nú heimsins útbreiddasta tíst. Mynd/Samsett Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. Á laugardaginn tísti Maezawa að í tilefni gríðarlegs söluárangurs fyrirtækis hans, netverslunarinnar Zosotown, ætlaði hann að gefa 100 af þeim sem myndu endurtísta tístinu á næstu tveimur dögum eina milljón jena, um eina milljón króna.ZOZOTOWN新春セールが史上最速で取扱高100億円を先ほど突破!!日頃の感謝を込め、僕個人から100名様に100万円【総額1億円のお年玉】を現金でプレゼントします。応募方法は、僕をフォローいただいた上、このツイートをRTするだけ。受付は1/7まで。当選者には僕から直接DMします! #月に行くならお年玉pic.twitter.com/cKQfPPbOI3 — Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 5, 2019 Viðbrögðin stóðu ekki á sér en þegar þetta er skrifað hefur tístinu verið endurtíst 4,8 milljón sinnum sem gerir tístið útbreiddara en tíst bandaríska táningsins Carter Wilkinson. Árið 2017 sendi hann skilaboð á Twitter til skyndibitakeðjunnar Wendy's um hversu mörg endurtíst hann þyrfti að ná til þess að fá ókeypis ársbirgðir af kjúklinganöggum. 18 milljónir var svarið sem hann fékk til baka og hófst Wilkinson þá handa við að safna endurtístum. Þrátt fyrir að táningurinn hafi ekki náð takmarkinu sem Wendy's setti honum náði hann upp í 3,6 milljón endurtíst, heimsmet þangað til nú. Sló hann þar með spjallþáttastjórnandanum Ellen deGeneres sem átt metið á undan honum, með svokallaðri sjálfu frá Óskarsverðlaunahátíðinni.HELP ME PLEASE. A MAN NEEDS HIS NUGGS pic.twitter.com/4SrfHmEMo3 — Carter Wilkerson (@carterjwm) April 6, 2017 Maezawa komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann tryggði sér sæti sem farþegi í fyrsta farþegaflugi bandaríska geimfyrirtækisins Space X í kringum tunglið árið 2023. Japanski milljarðamæringurinn er 18. ríkasti maður Japans og eru eignir hans metnar á um 327 milljarða hena, um 350 milljóna íslenskra króna.If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscarspic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014 Japan Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. Á laugardaginn tísti Maezawa að í tilefni gríðarlegs söluárangurs fyrirtækis hans, netverslunarinnar Zosotown, ætlaði hann að gefa 100 af þeim sem myndu endurtísta tístinu á næstu tveimur dögum eina milljón jena, um eina milljón króna.ZOZOTOWN新春セールが史上最速で取扱高100億円を先ほど突破!!日頃の感謝を込め、僕個人から100名様に100万円【総額1億円のお年玉】を現金でプレゼントします。応募方法は、僕をフォローいただいた上、このツイートをRTするだけ。受付は1/7まで。当選者には僕から直接DMします! #月に行くならお年玉pic.twitter.com/cKQfPPbOI3 — Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 5, 2019 Viðbrögðin stóðu ekki á sér en þegar þetta er skrifað hefur tístinu verið endurtíst 4,8 milljón sinnum sem gerir tístið útbreiddara en tíst bandaríska táningsins Carter Wilkinson. Árið 2017 sendi hann skilaboð á Twitter til skyndibitakeðjunnar Wendy's um hversu mörg endurtíst hann þyrfti að ná til þess að fá ókeypis ársbirgðir af kjúklinganöggum. 18 milljónir var svarið sem hann fékk til baka og hófst Wilkinson þá handa við að safna endurtístum. Þrátt fyrir að táningurinn hafi ekki náð takmarkinu sem Wendy's setti honum náði hann upp í 3,6 milljón endurtíst, heimsmet þangað til nú. Sló hann þar með spjallþáttastjórnandanum Ellen deGeneres sem átt metið á undan honum, með svokallaðri sjálfu frá Óskarsverðlaunahátíðinni.HELP ME PLEASE. A MAN NEEDS HIS NUGGS pic.twitter.com/4SrfHmEMo3 — Carter Wilkerson (@carterjwm) April 6, 2017 Maezawa komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann tryggði sér sæti sem farþegi í fyrsta farþegaflugi bandaríska geimfyrirtækisins Space X í kringum tunglið árið 2023. Japanski milljarðamæringurinn er 18. ríkasti maður Japans og eru eignir hans metnar á um 327 milljarða hena, um 350 milljóna íslenskra króna.If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscarspic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014
Japan Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira