Fara heim daginn eftir aðgerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2019 22:30 Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð. Undir lok ársins 2015 var bið eftir gerviliðsaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri orðin mjög löng. Meðalbiðtími eftir aðgerð var um eitt ár og margir þurftu að bíða lengur. Árið 2016 var hins vegar ráðist í sérstakt átak sem hefur skilað sér í rúmlega tvöföldun á fjölda aðgerða. Árið 2015 voru framkvæmdar 175 slíkar aðgerðir, árið eftir var talan komin upp í 347. Á síðasta ári voru framkvæmdar 430 aðgerðir og í janúar hafði aðeins þriðjungur þeirra sem eru á biðlista þurft að bíða í meira en þrjá mánuði. Árangurinn náðist ekki síst með því að stytta þann tíma sem sjúklingurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsinu.Grafík/Stöð 2„Fyrsti sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð hérna á níunda áratugnum, sá fyrsti lá inni nokkra daga áður en aðgerðin var og tvær vikur eftir aðgerðina. En í dag eru um það bil 70 prósent af þessum sjúklingum sem fara í svona hefðbundna gerviliðaaðgerð, þeir eru farnir heim næsta dag,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri læknina á sjúkrahúsinu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállÞetta náðist með því að rýna og straumlínulaga allt verklag í tengslum við aðgerðina og er sjúklingunum fylgt vel eftir, allt frá greiningu og eftir að heim er komið. „Þetta er gert með því að undirbúa sjúklingana, undirbúa starfsfólkið mjög vel fyrir þetta með góðri sjúkraþjálfun, með góðri verkjastillingu og góðri tækni og að fólk hafi allar þær upplýsingar til þess að batinn gangi fljótt og vel og fyrir sig,“ segir Sigurður. Sjúkrahúsið fær greiðslur frá ríkinu vegna aðgerðanna og hinn aukni fjöldi aðgerða hefur því vænkað hag sjúkrahúsins. „Það hefur þýtt það að við höfum getað eflt okkur hvað varðar starfsfólk sérstaklega og búnað jafn vel sem gerir okkur sterkari sem sjúkrahús í heild sinni til þess að veita aðra þjónustu líka, þannig að þetta hefur haft virkilega haft góð áhrif hérna inn á sjúkrahúsið.“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð. Undir lok ársins 2015 var bið eftir gerviliðsaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri orðin mjög löng. Meðalbiðtími eftir aðgerð var um eitt ár og margir þurftu að bíða lengur. Árið 2016 var hins vegar ráðist í sérstakt átak sem hefur skilað sér í rúmlega tvöföldun á fjölda aðgerða. Árið 2015 voru framkvæmdar 175 slíkar aðgerðir, árið eftir var talan komin upp í 347. Á síðasta ári voru framkvæmdar 430 aðgerðir og í janúar hafði aðeins þriðjungur þeirra sem eru á biðlista þurft að bíða í meira en þrjá mánuði. Árangurinn náðist ekki síst með því að stytta þann tíma sem sjúklingurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsinu.Grafík/Stöð 2„Fyrsti sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð hérna á níunda áratugnum, sá fyrsti lá inni nokkra daga áður en aðgerðin var og tvær vikur eftir aðgerðina. En í dag eru um það bil 70 prósent af þessum sjúklingum sem fara í svona hefðbundna gerviliðaaðgerð, þeir eru farnir heim næsta dag,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri læknina á sjúkrahúsinu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállÞetta náðist með því að rýna og straumlínulaga allt verklag í tengslum við aðgerðina og er sjúklingunum fylgt vel eftir, allt frá greiningu og eftir að heim er komið. „Þetta er gert með því að undirbúa sjúklingana, undirbúa starfsfólkið mjög vel fyrir þetta með góðri sjúkraþjálfun, með góðri verkjastillingu og góðri tækni og að fólk hafi allar þær upplýsingar til þess að batinn gangi fljótt og vel og fyrir sig,“ segir Sigurður. Sjúkrahúsið fær greiðslur frá ríkinu vegna aðgerðanna og hinn aukni fjöldi aðgerða hefur því vænkað hag sjúkrahúsins. „Það hefur þýtt það að við höfum getað eflt okkur hvað varðar starfsfólk sérstaklega og búnað jafn vel sem gerir okkur sterkari sem sjúkrahús í heild sinni til þess að veita aðra þjónustu líka, þannig að þetta hefur haft virkilega haft góð áhrif hérna inn á sjúkrahúsið.“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00