Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 19:07 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24
99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06
Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00