Fólki í fæðingarorlofi sagt upp og VR vill svör Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. janúar 2019 06:15 Skúli Mogensen neyddist til að segja upp rúmlega hundrað starfsmönnum WOW air í desember. Hluti þeirra hefur leitað til VR. Fréttablaðið/Anton Brink Verkalýðsfélagið VR hefur undanfarið fengið nokkur mál starfsmanna WOW air inn á sín borð vegna hópuppsagnanna hjá flugfélaginu í síðasta mánuði. Málin eiga það sameiginlegt að þar eru starfsmenn í fæðingarorlofi að kanna rétt sinn. Framkvæmdastjóri VR segir almennt ólöglegt að segja fólki upp í fæðingarorlofi nema gildar ástæður séu gefnar í skriflegum rökstuðningi. Þann rökstuðning hafi vantað frá WOW. „Það hafa nokkrir leitað til okkar sem svo var ástatt um og það er verið að kalla eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni. Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt upp þarf að fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, aðspurður um málin. Hann vísar til 30. greinar laga um fæðingarorlof þar sem segir að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna þessa að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðra kvenna og kvenna sem nýlega hafa alið barn. „Meginreglan er sú að það er bannað að segja fólki upp í fæðingarorlofi. Það er meginreglan, en það er heimilt ef gildar ástæður eru fyrir hendi eins og lögin segja, þá þarf þennan skriflega rökstuðning. Það er verið að kalla eftir honum og bíða.“ Þann 13. desember síðastliðinn greindi Fréttablaðið.is fyrst frá því að yfirvofandi væru stórfelldar uppsagnir og uppstokkun hjá WOW air. Svo fór að síðar þann dag tilkynnti félagið að 111 fastráðnum starfsmönnum hefði verið sagt upp og að samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn yrðu ekki endurnýjaðir. Þá var fækkað verulega í flugvélaflota félagsins. „WOW air telur gildar ástæður vera fyrir þeim uppsögnum sem félagið fór í í desember og er í góðum samskiptum við stéttarfélög vegna uppsagnanna,“ segir í skriflegu svari WOW air við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna málsins.Mynd/VR Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Verkalýðsfélagið VR hefur undanfarið fengið nokkur mál starfsmanna WOW air inn á sín borð vegna hópuppsagnanna hjá flugfélaginu í síðasta mánuði. Málin eiga það sameiginlegt að þar eru starfsmenn í fæðingarorlofi að kanna rétt sinn. Framkvæmdastjóri VR segir almennt ólöglegt að segja fólki upp í fæðingarorlofi nema gildar ástæður séu gefnar í skriflegum rökstuðningi. Þann rökstuðning hafi vantað frá WOW. „Það hafa nokkrir leitað til okkar sem svo var ástatt um og það er verið að kalla eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni. Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt upp þarf að fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, aðspurður um málin. Hann vísar til 30. greinar laga um fæðingarorlof þar sem segir að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna þessa að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðra kvenna og kvenna sem nýlega hafa alið barn. „Meginreglan er sú að það er bannað að segja fólki upp í fæðingarorlofi. Það er meginreglan, en það er heimilt ef gildar ástæður eru fyrir hendi eins og lögin segja, þá þarf þennan skriflega rökstuðning. Það er verið að kalla eftir honum og bíða.“ Þann 13. desember síðastliðinn greindi Fréttablaðið.is fyrst frá því að yfirvofandi væru stórfelldar uppsagnir og uppstokkun hjá WOW air. Svo fór að síðar þann dag tilkynnti félagið að 111 fastráðnum starfsmönnum hefði verið sagt upp og að samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn yrðu ekki endurnýjaðir. Þá var fækkað verulega í flugvélaflota félagsins. „WOW air telur gildar ástæður vera fyrir þeim uppsögnum sem félagið fór í í desember og er í góðum samskiptum við stéttarfélög vegna uppsagnanna,“ segir í skriflegu svari WOW air við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna málsins.Mynd/VR
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30
Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15