Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. maí 2019 18:30 Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að miðað við niðurstöðu skýrslunnar að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Meginniðurstaða skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka sé enn vaxandi. Tvö ár eru síðan sambærileg skýrsla var unnin af embættinu og segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn að þá hafi staðan verið svört. „Síðan þá hefur ástandið farið versnandi þannig að þessi skýrsla en í rauninni svartari en sú sem kom út árið 2017,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Áhættustigin sem unnið er eftir eru fjögur, frá því að vera lítil áhætta til gífurlegrar áhættu. Brotaflokkarnir sem teknir voru til skoðunar var innflutningur, framleiðsla og sala fíkniefna, Mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og farandbrotahópar. Allir fimm brotaflokkarnir sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi í áhættulíkani sem Ríkislögreglustjóri vinnur eftir.Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/JóhannK„Við bentum á í þessari skýrslu að það sé kannski athugandi að stofna öfluga deild sem hefur eitt markmið að sinna skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að það sé það fyrsta sem þarf að skoða,“ segir Ásgeir. Mikill niðurskurður hefur verið í löggæslu frá hruni og hefur lögreglumönnum fækkað mikið. „Það er staðreynd að lögreglan er veik. Frumkvæðisgeta lögreglunnar er í rauninni mjög lítil eins og staðan er í dag en svo er það spurningin hvers konar lögreglu viljum við hafa hér. Viljum við fá lögreglu sem er svona viðbragðslögregla eða viljum við hafa svona lögreglu með frumkvæðisgetu sem getur tekið á svona málum,“ segir Ásgeir. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp fjögurra ráðuneyta sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir alla aðila sammála því að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm„Viðbrögð okkar við þessari skýrslu voru að fulltrúar þessara ráðuneyta kæmu að því að forgangsraða þessum verkefnum og auðvitað blasir við að það mun kalla á frekara fjármagn. En við erum líka með fjármálaáætlun í þinginu og að uppfæra fjármálastefnu vegna breyttra aðstæðna, þannig að það mun vanta fjármagn víða. Þannig að það er sameiginlegt verkefni okkar að leysa úr því,“ segir Þórdís. „Þessi skýrsla er ekki gerð í þeim tilgangi til að gera kröfu um aukið fé heldur eingöngu til að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðuna,“ segir Ásgeir. Sjáið þið fram á að ef ekkert verður að gert hvernig þróunin geti orðið? „Við segjum það í skýrslunni að verði ekkert að gert muni ástandi versna,“ segir Ásgeir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að miðað við niðurstöðu skýrslunnar að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Meginniðurstaða skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka sé enn vaxandi. Tvö ár eru síðan sambærileg skýrsla var unnin af embættinu og segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn að þá hafi staðan verið svört. „Síðan þá hefur ástandið farið versnandi þannig að þessi skýrsla en í rauninni svartari en sú sem kom út árið 2017,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Áhættustigin sem unnið er eftir eru fjögur, frá því að vera lítil áhætta til gífurlegrar áhættu. Brotaflokkarnir sem teknir voru til skoðunar var innflutningur, framleiðsla og sala fíkniefna, Mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og farandbrotahópar. Allir fimm brotaflokkarnir sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi í áhættulíkani sem Ríkislögreglustjóri vinnur eftir.Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/JóhannK„Við bentum á í þessari skýrslu að það sé kannski athugandi að stofna öfluga deild sem hefur eitt markmið að sinna skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að það sé það fyrsta sem þarf að skoða,“ segir Ásgeir. Mikill niðurskurður hefur verið í löggæslu frá hruni og hefur lögreglumönnum fækkað mikið. „Það er staðreynd að lögreglan er veik. Frumkvæðisgeta lögreglunnar er í rauninni mjög lítil eins og staðan er í dag en svo er það spurningin hvers konar lögreglu viljum við hafa hér. Viljum við fá lögreglu sem er svona viðbragðslögregla eða viljum við hafa svona lögreglu með frumkvæðisgetu sem getur tekið á svona málum,“ segir Ásgeir. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp fjögurra ráðuneyta sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir alla aðila sammála því að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm„Viðbrögð okkar við þessari skýrslu voru að fulltrúar þessara ráðuneyta kæmu að því að forgangsraða þessum verkefnum og auðvitað blasir við að það mun kalla á frekara fjármagn. En við erum líka með fjármálaáætlun í þinginu og að uppfæra fjármálastefnu vegna breyttra aðstæðna, þannig að það mun vanta fjármagn víða. Þannig að það er sameiginlegt verkefni okkar að leysa úr því,“ segir Þórdís. „Þessi skýrsla er ekki gerð í þeim tilgangi til að gera kröfu um aukið fé heldur eingöngu til að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðuna,“ segir Ásgeir. Sjáið þið fram á að ef ekkert verður að gert hvernig þróunin geti orðið? „Við segjum það í skýrslunni að verði ekkert að gert muni ástandi versna,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19
Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent