Njarðvíkingarnir komu til bjargar í skrautlegum sigri á Möltubúum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:42 Elvar Már Friðriksson var frábær í dag. Mynd/KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2 Körfubolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2
Körfubolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira