Að minnsta kosti þrír bílar lentu í árekstri á Kringlumýrarbraut upp úr klukkan tíu í dag. Á meðal bílanna sem skemmdust er fornbíll en áreksturinn varð rétt norðan við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogsdalnum.
Að sögn starfsmanns slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn fluttur til skoðunar á sjúkrahús en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Töluverðar tafir hafa orðið á umferð um Kringlumýrarbraut í suðurátt vegna slyssins.
Innlent