Már fæddist með ólæknandi augnsjúkdóm en lætur ekkert stöðva sig Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Már er magnaður tónlistarmaður og einnig landsliðsmaður í sundi. Már Gunnarson er nítján ára gamall og búsettur í Keflavík. Már fæddist með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm í augnabotnum og þegar hann fæddist var sjónin í kringum 10% en er nú farin niður í hálft prósent eða nánast ekki neitt. Már hefur yfirstigið fjölda hindrana í lífinu og hefur heldur betur náð að fylgja sínum draumum og markmiðum þrátt fyrir ungan aldur. Már hefur vakið mikla eftirtekt fyrir lagasmíðar og hljóðfæraleik sem og hefur hann náð frábærum árangri í sundi, hann er landsliði fatlaðra og stefnir á Ólympíuleika fatlaðra í sundi í Tókýó árið 2020. Eva Laufey Kjaran hitti Má í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og byrjaði að ræða tónlistina og hvernig það ævintýri hófst. Þegar Már flutti til Lúxemborgar ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára gamall til þess að fá viðeigandi kennslu í námi og bauðst meðal annars að læra á píanó í klassísku námi hjá rússneskum meistara.Hefur skánað en mætti vera betra „Það var þannig að þegar ég var í grunnskóla 2006 var enginn aðstoð til fyrir blinda. Enginn tæknibúnaður og enginn þekking. Þetta hefur skánað á undanförnum árum en að mínu mati ekki alveg nægilega gott,“ segir Már og bætir við að það hafi verið ástæðan fyrir því að fjölskyldan flutti til Lúxemborgar þar sem hann fékk alla þá aðstoð sem hann þurfti. „Eftir að ég kom heim fór ég að æfa sund í Keflavíkinni og er kominn á þann stað núna að ég er í landsliði fatlaðra og er að stefna að því að komast á Ólympíuleika fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Ég er með sambönd í Búlgaríu þar sem ég fer stundum og æfi með búlgarska landsliðinu.“ Hann fór að æfa á klassískt píanó þegar hann var sex ára í Lúxemborg. „Eftir að ég kom heim fór ég að semja mína eigin tónlist og hef verið í námi í tónlistarskóla Reykjanesbæjar hjá Þóri Baldurssyni og söng hjá Sigrúnu Waage og í fyrra fór ég til Póllands til að taka upp mína fyrstu plötu sem heitir Söngur fuglsins. Þetta eru fjórtán lög sem eru öll eftir mig en flestir textarnir eru eftir Tómas Eyjólfsson. Það sem er pínu skemmtilegt við þessa plötu er að hún er mjög fjölbreytt. Það er popp, rapp, latínó, kántrí og instrumental músík og það eru líka mismunandi söngvarar sem koma að þessu,“ segir Már og nefnir til sögunnar marga frábæra tónlistarmenn.„Ég var með útgáfutónleika fyrir tveimur vikum í Stapanum þar sem þrjú hundruð manns mættu og ég flutti inn pólska hljómsveit, strákar sem spiluðu með mér úti á plötunni. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt og þvílík mæting og stemning. Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“Sjá einnig: Það þarf fólk eins og Má Það er óhætt að segja Már sé afar fjölhæfur og kraftmikill ungur maður sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að vera með ólæknandi augnsjúkdóm sem margir gætu ímyndað sér að gæti aftrað honum í því að ná markmiðum sínum. „Blindan ætti í raun ekki að gera það og með góðu hugafari og áhugamálum ætti hún ekki að aftra en auðvitað eru hlutir sem eru erfiðari að framkvæma eins og ég er ekki besti kokkur í heimi og mikið af svona litlum smáatriðum er erfitt að framkvæma. Ég er búinn að lenda smá í vandræðum með rafmagnsbíla þegar ég er að fara yfir götur en annars er ég með flottan síma sem ég geri allt með og sendi tölvupósta og er á samskiptamiðlum og get gert allt sem ég þarf að gera. Blindan á ekkert að trufla neitt, ekki í dag.“Frá útgáfutónleikunum í Stapa.Hefði ekki orðið vinsæll flugmaður Ungur Már ætlaði sér að verða flugmaður þegar hann væri orðinn stór. „Það var svona þangað til að ég áttaði mig á því hvað það væri að vera blindur. Þá langaði mig að verða flugmaður en áttaði mig síðan seinna á því að ég yrði ekki sá vinsælasti í því starfi. Ég ætlaði síðan að verða lögfræðingur en málin er að pabbi er flugmaður og afi er lögfræðingur. Svo fyrst ætlaði ég að verða eins og pabbi og síðan eins og afi. Síðan ákvað ég bara að verða músíkant, listamaður eins og mamma.“ Eva fékk sér sæti við píanóið heima hjá Má í Keflavík þar sem tónlistin hans verður til og fékk að fylgjast með því hvernig tónlist hans verður til. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Már stendur fyrir tónleikum í Hannesarholti í kvöld og má kynna sér viðburðinn hér. Ísland í dag Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Már Gunnarson er nítján ára gamall og búsettur í Keflavík. Már fæddist með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm í augnabotnum og þegar hann fæddist var sjónin í kringum 10% en er nú farin niður í hálft prósent eða nánast ekki neitt. Már hefur yfirstigið fjölda hindrana í lífinu og hefur heldur betur náð að fylgja sínum draumum og markmiðum þrátt fyrir ungan aldur. Már hefur vakið mikla eftirtekt fyrir lagasmíðar og hljóðfæraleik sem og hefur hann náð frábærum árangri í sundi, hann er landsliði fatlaðra og stefnir á Ólympíuleika fatlaðra í sundi í Tókýó árið 2020. Eva Laufey Kjaran hitti Má í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og byrjaði að ræða tónlistina og hvernig það ævintýri hófst. Þegar Már flutti til Lúxemborgar ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára gamall til þess að fá viðeigandi kennslu í námi og bauðst meðal annars að læra á píanó í klassísku námi hjá rússneskum meistara.Hefur skánað en mætti vera betra „Það var þannig að þegar ég var í grunnskóla 2006 var enginn aðstoð til fyrir blinda. Enginn tæknibúnaður og enginn þekking. Þetta hefur skánað á undanförnum árum en að mínu mati ekki alveg nægilega gott,“ segir Már og bætir við að það hafi verið ástæðan fyrir því að fjölskyldan flutti til Lúxemborgar þar sem hann fékk alla þá aðstoð sem hann þurfti. „Eftir að ég kom heim fór ég að æfa sund í Keflavíkinni og er kominn á þann stað núna að ég er í landsliði fatlaðra og er að stefna að því að komast á Ólympíuleika fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Ég er með sambönd í Búlgaríu þar sem ég fer stundum og æfi með búlgarska landsliðinu.“ Hann fór að æfa á klassískt píanó þegar hann var sex ára í Lúxemborg. „Eftir að ég kom heim fór ég að semja mína eigin tónlist og hef verið í námi í tónlistarskóla Reykjanesbæjar hjá Þóri Baldurssyni og söng hjá Sigrúnu Waage og í fyrra fór ég til Póllands til að taka upp mína fyrstu plötu sem heitir Söngur fuglsins. Þetta eru fjórtán lög sem eru öll eftir mig en flestir textarnir eru eftir Tómas Eyjólfsson. Það sem er pínu skemmtilegt við þessa plötu er að hún er mjög fjölbreytt. Það er popp, rapp, latínó, kántrí og instrumental músík og það eru líka mismunandi söngvarar sem koma að þessu,“ segir Már og nefnir til sögunnar marga frábæra tónlistarmenn.„Ég var með útgáfutónleika fyrir tveimur vikum í Stapanum þar sem þrjú hundruð manns mættu og ég flutti inn pólska hljómsveit, strákar sem spiluðu með mér úti á plötunni. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt og þvílík mæting og stemning. Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“Sjá einnig: Það þarf fólk eins og Má Það er óhætt að segja Már sé afar fjölhæfur og kraftmikill ungur maður sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að vera með ólæknandi augnsjúkdóm sem margir gætu ímyndað sér að gæti aftrað honum í því að ná markmiðum sínum. „Blindan ætti í raun ekki að gera það og með góðu hugafari og áhugamálum ætti hún ekki að aftra en auðvitað eru hlutir sem eru erfiðari að framkvæma eins og ég er ekki besti kokkur í heimi og mikið af svona litlum smáatriðum er erfitt að framkvæma. Ég er búinn að lenda smá í vandræðum með rafmagnsbíla þegar ég er að fara yfir götur en annars er ég með flottan síma sem ég geri allt með og sendi tölvupósta og er á samskiptamiðlum og get gert allt sem ég þarf að gera. Blindan á ekkert að trufla neitt, ekki í dag.“Frá útgáfutónleikunum í Stapa.Hefði ekki orðið vinsæll flugmaður Ungur Már ætlaði sér að verða flugmaður þegar hann væri orðinn stór. „Það var svona þangað til að ég áttaði mig á því hvað það væri að vera blindur. Þá langaði mig að verða flugmaður en áttaði mig síðan seinna á því að ég yrði ekki sá vinsælasti í því starfi. Ég ætlaði síðan að verða lögfræðingur en málin er að pabbi er flugmaður og afi er lögfræðingur. Svo fyrst ætlaði ég að verða eins og pabbi og síðan eins og afi. Síðan ákvað ég bara að verða músíkant, listamaður eins og mamma.“ Eva fékk sér sæti við píanóið heima hjá Má í Keflavík þar sem tónlistin hans verður til og fékk að fylgjast með því hvernig tónlist hans verður til. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Már stendur fyrir tónleikum í Hannesarholti í kvöld og má kynna sér viðburðinn hér.
Ísland í dag Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira