Fjöldamorðinginn McArthur hlaut lífstíðardóm Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 18:35 Hinn 67 ára gamli Bruce McArthur hlaut í dag lífstíðardóm fyrir átta morð. Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC. Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC.
Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39
Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54