Innlent

Fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru í stórri skattaskuld eftir að hafa starfað fyrir hana að sögn verktaka sem réði menn frá starfsmannaleigunni í vinnu til sín. Hann telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka eftir umfjöllun fjölmiðla um slæm kjör verkafólks hjá starfsmannaleigum. Við ræðum við formann Eflingar um málið en átján Rúmenar hafa leitað til stéttarfélagsins vegna þess í dag.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Engin lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Rauða krossins á Íslandi og heilbrigðisráðuneytisins um yfirtöku ríkisins á rekstri sjúkrabíla í landinu. Tæpur milljarður er í sjúkrabílasjóði sem Rauði krossinn hefur umsjón með en ráðuneytið hefur engan aðgang að.

Við ræðum einnig við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en flokkurinn heldur upp á tvítugsafmæli sitt í dag. Hún segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá myndlistasýningu í Seðlabanka Íslands en þar eru málverkin tvö sem tekin voru niður til sýnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×