Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinn Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 10:46 John Dingell í þinghúsinu 2014. AP/Lauren Victoria Burke John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár. Dingell lést á heimili sínu og þingkonunnar Debbie Dingell, eiginkonu hans. Hann var fulltrúi Michigan. Dingell var mikill stuðningsmaður almennrar heilbrigðisþjónustu og lagði hann fram frumvarp um slíka heilbrigðisþjónustu á hverju einasta kjörtímabili sem hann sat á þingi. AP fréttaveitan segir faðir hans hafa kynnt hann fyrir þeirri hugmynd en Dingell tók við þingmennsku af honum eftir að hann dó skyndilega. Debbie Dingell var kjörin til að taka við sæti hans eftir að hann settist í helgan stein. Hann var einnig mjög virkur á Twitter og setti inn sína síðustu færslu á miðvikudaginn. Þar sagðist hann hafa gert samkomulag við eiginkonu sína eftir langar viðræður. Það samkomulag fælist í því að hann hvíldi sig og hún fylgdist með Twitter fyrir hann og skrifaði skilaboð hans. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlega ljúf orð ykkar og bænir. Þið eruð ekki laus við mig alveg strax,“ sagði Dingell.The Lovely Deborah is insisting I rest and stay off here, but after long negotiations we've worked out a deal where she'll keep up with Twitter for me as I dictate the messages. I want to thank you all for your incredibly kind words and prayers. You're not done with me just yet. — John Dingell (@JohnDingell) February 6, 2019 Dingell vakti mikla athygli í desember þegar hann lagði til að eina leiðin til að auka trú almennings á stjórnmálin á nýjan leik væri meðal annars að fella niður öldungadeilda Bandaríkjaþings og fjármagna kosningar úr ríkissjóði. Í grein sem hann skrifaði í Atlantic sagðist Dingell hafa orðið vitni af ýmsum breytingum hjá bandarísku þjóðinni á löngum ferli sínum. Umfangsmesta breytingin væru þó einnig sú sorglegasta og það væri sífellt minni trú almennings á stjórnmálin og stjórnmálamenn.Hann sagði könnun hafa sýnt fram á að árið 1958 hafi 73 prósent Bandaríkjamanna treyst stjórnmálamönnum til að taka réttar ákvarðanir. Í desember 2017 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 18 prósent. Hann sagði margar ástæður fyrir þessari þróun og nefndi stríðið í Víetnam, vinsæl ummæli Ronald Reagan um að ríkið væri ekki að hjálpa fólki, Íraksstríðið og hugarástand Trump-liða. Hann sagði þá „fávita“ sem sæju samsæri í öllum hornum vera „veikasta hlekkinn“ í keðju bandarísks lýðræðis sem spannaði rúmar þrjár aldir. Dingell sagði að til að laga þetta þyrftu allir átján ára Bandaríkjamenn og eldri að verða skráðir kjósendur og koma ætti peningum úr kosningabaráttu. Fjármagna ætti kosningar og kosningabaráttu úr ríkissjóði. „Opinber þjónusta ætti ekki að vera verslunarvara og kjörnir embættismenn ættu ekki að þurfa að leigja sig til hæstbjóðanda til að hljóta embætti og halda því. Ef þú vilt endurbyggja traust á stjórnmálin, fjarlægðu verðmiðann.“ Þá lagði hann til að leggja öldungadeild Bandaríkjaþings niður. Hann sagði þá reglu að hvert ríki, sama hve margir byggju þar, ætti að vera með tvo öldungadeildarþingmenn vera barn síns tíma. Sú regla hefði verið sett á af höfundum stjórnarskrárinnar þegar Bandaríkin voru þrettán og íbúar þeirra voru fjórar milljónir. Nú séu ríkin 50 og þar búi rúmlega 325 milljónir manna. Dingell sagði ekki sanngjarnt að Kalifornía, þar sem nærri því 40 milljónir manna búa, skuli vera með tvo fulltrúa á öldungadeildinni. Þrátt fyrir að þar búi fleiri en í tuttugustu fámennustu ríkjum Bandaríkjanna samanlagt séu þau öll einnig með sína tvo fulltrúa. Hann sagði fámenn ríki hafa allt of mikil áhrif og þetta ójafnvægi hafi leitt til lömunnar í opinberu umhverfi Bandaríkjanna. Andlát Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár. Dingell lést á heimili sínu og þingkonunnar Debbie Dingell, eiginkonu hans. Hann var fulltrúi Michigan. Dingell var mikill stuðningsmaður almennrar heilbrigðisþjónustu og lagði hann fram frumvarp um slíka heilbrigðisþjónustu á hverju einasta kjörtímabili sem hann sat á þingi. AP fréttaveitan segir faðir hans hafa kynnt hann fyrir þeirri hugmynd en Dingell tók við þingmennsku af honum eftir að hann dó skyndilega. Debbie Dingell var kjörin til að taka við sæti hans eftir að hann settist í helgan stein. Hann var einnig mjög virkur á Twitter og setti inn sína síðustu færslu á miðvikudaginn. Þar sagðist hann hafa gert samkomulag við eiginkonu sína eftir langar viðræður. Það samkomulag fælist í því að hann hvíldi sig og hún fylgdist með Twitter fyrir hann og skrifaði skilaboð hans. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlega ljúf orð ykkar og bænir. Þið eruð ekki laus við mig alveg strax,“ sagði Dingell.The Lovely Deborah is insisting I rest and stay off here, but after long negotiations we've worked out a deal where she'll keep up with Twitter for me as I dictate the messages. I want to thank you all for your incredibly kind words and prayers. You're not done with me just yet. — John Dingell (@JohnDingell) February 6, 2019 Dingell vakti mikla athygli í desember þegar hann lagði til að eina leiðin til að auka trú almennings á stjórnmálin á nýjan leik væri meðal annars að fella niður öldungadeilda Bandaríkjaþings og fjármagna kosningar úr ríkissjóði. Í grein sem hann skrifaði í Atlantic sagðist Dingell hafa orðið vitni af ýmsum breytingum hjá bandarísku þjóðinni á löngum ferli sínum. Umfangsmesta breytingin væru þó einnig sú sorglegasta og það væri sífellt minni trú almennings á stjórnmálin og stjórnmálamenn.Hann sagði könnun hafa sýnt fram á að árið 1958 hafi 73 prósent Bandaríkjamanna treyst stjórnmálamönnum til að taka réttar ákvarðanir. Í desember 2017 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 18 prósent. Hann sagði margar ástæður fyrir þessari þróun og nefndi stríðið í Víetnam, vinsæl ummæli Ronald Reagan um að ríkið væri ekki að hjálpa fólki, Íraksstríðið og hugarástand Trump-liða. Hann sagði þá „fávita“ sem sæju samsæri í öllum hornum vera „veikasta hlekkinn“ í keðju bandarísks lýðræðis sem spannaði rúmar þrjár aldir. Dingell sagði að til að laga þetta þyrftu allir átján ára Bandaríkjamenn og eldri að verða skráðir kjósendur og koma ætti peningum úr kosningabaráttu. Fjármagna ætti kosningar og kosningabaráttu úr ríkissjóði. „Opinber þjónusta ætti ekki að vera verslunarvara og kjörnir embættismenn ættu ekki að þurfa að leigja sig til hæstbjóðanda til að hljóta embætti og halda því. Ef þú vilt endurbyggja traust á stjórnmálin, fjarlægðu verðmiðann.“ Þá lagði hann til að leggja öldungadeild Bandaríkjaþings niður. Hann sagði þá reglu að hvert ríki, sama hve margir byggju þar, ætti að vera með tvo öldungadeildarþingmenn vera barn síns tíma. Sú regla hefði verið sett á af höfundum stjórnarskrárinnar þegar Bandaríkin voru þrettán og íbúar þeirra voru fjórar milljónir. Nú séu ríkin 50 og þar búi rúmlega 325 milljónir manna. Dingell sagði ekki sanngjarnt að Kalifornía, þar sem nærri því 40 milljónir manna búa, skuli vera með tvo fulltrúa á öldungadeildinni. Þrátt fyrir að þar búi fleiri en í tuttugustu fámennustu ríkjum Bandaríkjanna samanlagt séu þau öll einnig með sína tvo fulltrúa. Hann sagði fámenn ríki hafa allt of mikil áhrif og þetta ójafnvægi hafi leitt til lömunnar í opinberu umhverfi Bandaríkjanna.
Andlát Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira