Forherðing Hörður Ægisson skrifar 8. febrúar 2019 07:00 Þetta var skýrt og skorinort hjá seðlabankastjóra. Takturinn í hagkerfinu er að breytast, hagvöxtur fer hratt minnkandi og stjórnendur fyrirtækja sjá frekar fram á uppsagnir en ráðningar, en að sama skapi er ekki efnahagssamdráttur í kortunum. Slíkt áfall gæti hins vegar orðið ef það verða verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins. Það hefði þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að vextir myndu hækka og atvinnuleysi aukast. „Reynum að forða því,“ sagði Már Guðmundsson. Þegar seðlabankastjóri sér ástæðu til að senda frá sér jafn skýr skilaboð mætti ætla að flestir myndu leggja við hlustir – og kannski taka mark á þeim. Það var auðvitað til of mikils mælst. Viðbrögð forystumanna verkalýðsfélaganna voru í senn fyrirsjáanleg og uggvænleg. Formaður Eflingar, sem verður oft rosalega reið ef einhver kann að hafa aðra skoðun en hún, brást við með því að afgreiða varnaðarorðin sem „forherðingu efnahagslegra forréttindahópa“. Þetta er orðið þekkt stef. Áliti greinenda, hagfræðinga, Seðlabankans – og í raun allra sem leyfa sér að setja fyrirvara við skynsemi þess að hækka laun margfalt meira en sem nemur mögulegri verðmætaaukningu – er hafnað með þeim einu rökum að þetta sé málflutningur „auðvaldsins“ og einhverra óskilgreindra „fjármagnsafla“. Ekki er þetta líklegt til uppbyggilegrar umræðu um hvernig megi laga það sem betur má fara í íslensku samfélagi og bæta lífskjör almennings. Getur verið að hið sama fólk sé ekki drifið áfram af annarlegum hvötum heldur, meðal annars byggt á sérþekkingu þess, menntun og reynslu, viti mögulega um hvað það er að tala? Hin nýja róttæka verkalýðshreyfing, sem verður tíðrætt um að allir aðrir en þau eigi að sýna auðmýkt, mætti stundum hafa það hugfast að þau hafa ekkert tilkall til að telja sig vera þess umkomin að boða hinn eina rétta sannleika. Það er enginn á móti því að bæta kjör launafólks, einkum þeirra lægst launuðu, en það verður ekki gert með því einu að undirrita samninga um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir. Íslendingar ættu að hafa lært það af biturri reynslu að hækkun launa umfram framleiðnivöxt leiðréttist með hærri verðbólgu – sem bitnar harðast á skuldsettum heimilum og þeim sem minnst hafa á milli handanna. Laun í krónum talið hafa nær sexfaldast frá 1989 en á sama tíma hefur kaupmáttur aðeins vaxið um 65 prósent. Haldi einhverjir að niðurstaðan yrði á aðra leið við núverandi aðstæður þá hafa þeir hinir sömu fundið upp á nýrri leið til að stórbæta lífskjör alls almennings með einu pennastriki, óháð verðmætasköpun og stöðu útflutningsatvinnuveganna. Fáir ættu að vilja láta reyna á það veðmál. Verkalýðshreyfingin er að stærstum hluta skipuð skynsömu fólki sem veit vel að á því hvílir rík ábyrgð. Í stað þess að reyna að eigna sér hlutdeild í þeim mikla árangri sem áunnist hefur og leggja áherslu á að varðveita hann – kaupmáttur hefur aukist um fjórðung frá 2015 – hefur hluti hennar kosið þá vegferð að sækja í átök við allt og alla fremur en að leita raunhæfra lausna. Það hefur verið ljóst um langt skeið að þær viðræður sem nú eru á borði ríkissáttasemjara eru í fullkomnum ógöngum. Allar kröfur stéttarfélaganna – húsnæðismál, afnám verðtryggingar, vaxtamál og krónutöluhækkanir – eru sagðar ófrávíkjanlegar. Ef fram heldur sem horfir geta viðræðurnar aðeins endað á einn veg þar sem félögin munu slíta þeim og boða til verkfalla – og um leið taka niður með sér allt hagkerfið. Við erum að nálgast ögurstundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Þetta var skýrt og skorinort hjá seðlabankastjóra. Takturinn í hagkerfinu er að breytast, hagvöxtur fer hratt minnkandi og stjórnendur fyrirtækja sjá frekar fram á uppsagnir en ráðningar, en að sama skapi er ekki efnahagssamdráttur í kortunum. Slíkt áfall gæti hins vegar orðið ef það verða verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins. Það hefði þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að vextir myndu hækka og atvinnuleysi aukast. „Reynum að forða því,“ sagði Már Guðmundsson. Þegar seðlabankastjóri sér ástæðu til að senda frá sér jafn skýr skilaboð mætti ætla að flestir myndu leggja við hlustir – og kannski taka mark á þeim. Það var auðvitað til of mikils mælst. Viðbrögð forystumanna verkalýðsfélaganna voru í senn fyrirsjáanleg og uggvænleg. Formaður Eflingar, sem verður oft rosalega reið ef einhver kann að hafa aðra skoðun en hún, brást við með því að afgreiða varnaðarorðin sem „forherðingu efnahagslegra forréttindahópa“. Þetta er orðið þekkt stef. Áliti greinenda, hagfræðinga, Seðlabankans – og í raun allra sem leyfa sér að setja fyrirvara við skynsemi þess að hækka laun margfalt meira en sem nemur mögulegri verðmætaaukningu – er hafnað með þeim einu rökum að þetta sé málflutningur „auðvaldsins“ og einhverra óskilgreindra „fjármagnsafla“. Ekki er þetta líklegt til uppbyggilegrar umræðu um hvernig megi laga það sem betur má fara í íslensku samfélagi og bæta lífskjör almennings. Getur verið að hið sama fólk sé ekki drifið áfram af annarlegum hvötum heldur, meðal annars byggt á sérþekkingu þess, menntun og reynslu, viti mögulega um hvað það er að tala? Hin nýja róttæka verkalýðshreyfing, sem verður tíðrætt um að allir aðrir en þau eigi að sýna auðmýkt, mætti stundum hafa það hugfast að þau hafa ekkert tilkall til að telja sig vera þess umkomin að boða hinn eina rétta sannleika. Það er enginn á móti því að bæta kjör launafólks, einkum þeirra lægst launuðu, en það verður ekki gert með því einu að undirrita samninga um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir. Íslendingar ættu að hafa lært það af biturri reynslu að hækkun launa umfram framleiðnivöxt leiðréttist með hærri verðbólgu – sem bitnar harðast á skuldsettum heimilum og þeim sem minnst hafa á milli handanna. Laun í krónum talið hafa nær sexfaldast frá 1989 en á sama tíma hefur kaupmáttur aðeins vaxið um 65 prósent. Haldi einhverjir að niðurstaðan yrði á aðra leið við núverandi aðstæður þá hafa þeir hinir sömu fundið upp á nýrri leið til að stórbæta lífskjör alls almennings með einu pennastriki, óháð verðmætasköpun og stöðu útflutningsatvinnuveganna. Fáir ættu að vilja láta reyna á það veðmál. Verkalýðshreyfingin er að stærstum hluta skipuð skynsömu fólki sem veit vel að á því hvílir rík ábyrgð. Í stað þess að reyna að eigna sér hlutdeild í þeim mikla árangri sem áunnist hefur og leggja áherslu á að varðveita hann – kaupmáttur hefur aukist um fjórðung frá 2015 – hefur hluti hennar kosið þá vegferð að sækja í átök við allt og alla fremur en að leita raunhæfra lausna. Það hefur verið ljóst um langt skeið að þær viðræður sem nú eru á borði ríkissáttasemjara eru í fullkomnum ógöngum. Allar kröfur stéttarfélaganna – húsnæðismál, afnám verðtryggingar, vaxtamál og krónutöluhækkanir – eru sagðar ófrávíkjanlegar. Ef fram heldur sem horfir geta viðræðurnar aðeins endað á einn veg þar sem félögin munu slíta þeim og boða til verkfalla – og um leið taka niður með sér allt hagkerfið. Við erum að nálgast ögurstundu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun