Tvítugu Vinstri græn: Vernda eða sökkva? Elías Svavar Kristinsson skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Í Árneshreppi ræður nú ríkjum að því er virst gæti, alræðisstjórn fimm harðsvíraðra virkjunarsinna, undir forystu oddvita sem til skamms tíma taldi sig „umhverfissinna” og tók á árum áður þátt í prófkjöri Vinstri grænna og er nú skráð sem einn af sveitarstjórnarfulltrúum þeirra. Einn í þessari sveitarstjórn hefur raunar átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár, en það er önnur saga. Við sem eigum lögheimili, gerum út trillu, stundum dúntekju, eigum fasteignir og borgum okkar skatta í Árneshreppi höldum að fólkinu sem tók við völdum þar síðasta sumar geti ekki verið sjálfrátt, heldur hljóti að vera óttalegir fífuvettlingar, eins og sagt var á Seljanesi í gamla daga. Allt gengur útá að liðka til fyrir fyrirtæki í meirihlutaeigu kanadískra og svissneskra auðhringa svo það geti byggt virkjun sem bætir einmitt ekki raforkuöryggi Vestfjarða. Þeir sem ekki hallast að þessum skoðunum flýja sveitina og nú er svo komið að 12, já tólf manns hafa þar vetursetu og eru að meðaltali á ellilífeyrisaldri. Þau eru, svo öllu sé til skila haldið, fimm bændur á fjórum bæjum, þar af einn á níræðisaldri, einn traktorsviðgerðarmaður, annar veðurathugunarmaður og nokkrir ellilífeyrisþegar. Og svo hótelstjórinn og tengdamóðir hans, hóteleigandinn í Djúpavík. Hún er oddviti hreppsnefndarinnar. Oddviti þessi sagði í þætti á Stöð 2 í vikunni að virkjun myndi bjarga byggðinni. Hún var ekki beðin um að útskýra það neitt sérstaklega, en hún veit alveg að rekstur virkjunar býður ekki uppá eitt einasta starf í Árneshreppi. Það er af því virkjun yrði stýrt úr fjarlægð, úr höfuðstöðvum HS Orku væntanlega, og þær eru á Suðurnesjum. Vegir búa ekki til búsetu. Auðvitað fengi hótel oddvitans ágætan bisness á meðan starfsmannaleigur hefðu her manna á svæðinu við að skera í sundur víðernin, stífla þrjár ár og sökkva öræfunum á nokkrum árum og kannski fækkaði ekki nema um þá sem hrykkju uppaf. En hvað svo? Samkvæmt útreikningum á vegum HS Orku fengi sveitarsjóður nettó 7 milljónir, já heilar sjö íslenskra króna í fasteignargjöld af stöðvarhúsi virkjunar. Bent hefur verið á að bólginn sveitarsjóður (ef svo væri) gagnist ekki samfélagi sem flutt hefur burtu. Til hvers eru þá refirnir skornir? Getum við, sem eigum heima í Árneshreppi, höfum alist þar upp og unnum landinu fengið afstöðu ráðamanna hins tvítuga flokks sem kennir sig við umhverfisvernd og leiðir ríkisstjórn Íslands til hugmynda um að skera víðernin á Ströndum? Er þetta bara „í ferli”? Ráða ráðherrar nákvæmlega engu, þrátt fyrir titilinn? Er flokksfélögum virkilega alveg sama, bara ef flokkurinn hangir í ríkisstjórn? Höfundur er stýrimaður og býr á Dröngum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í Árneshreppi ræður nú ríkjum að því er virst gæti, alræðisstjórn fimm harðsvíraðra virkjunarsinna, undir forystu oddvita sem til skamms tíma taldi sig „umhverfissinna” og tók á árum áður þátt í prófkjöri Vinstri grænna og er nú skráð sem einn af sveitarstjórnarfulltrúum þeirra. Einn í þessari sveitarstjórn hefur raunar átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár, en það er önnur saga. Við sem eigum lögheimili, gerum út trillu, stundum dúntekju, eigum fasteignir og borgum okkar skatta í Árneshreppi höldum að fólkinu sem tók við völdum þar síðasta sumar geti ekki verið sjálfrátt, heldur hljóti að vera óttalegir fífuvettlingar, eins og sagt var á Seljanesi í gamla daga. Allt gengur útá að liðka til fyrir fyrirtæki í meirihlutaeigu kanadískra og svissneskra auðhringa svo það geti byggt virkjun sem bætir einmitt ekki raforkuöryggi Vestfjarða. Þeir sem ekki hallast að þessum skoðunum flýja sveitina og nú er svo komið að 12, já tólf manns hafa þar vetursetu og eru að meðaltali á ellilífeyrisaldri. Þau eru, svo öllu sé til skila haldið, fimm bændur á fjórum bæjum, þar af einn á níræðisaldri, einn traktorsviðgerðarmaður, annar veðurathugunarmaður og nokkrir ellilífeyrisþegar. Og svo hótelstjórinn og tengdamóðir hans, hóteleigandinn í Djúpavík. Hún er oddviti hreppsnefndarinnar. Oddviti þessi sagði í þætti á Stöð 2 í vikunni að virkjun myndi bjarga byggðinni. Hún var ekki beðin um að útskýra það neitt sérstaklega, en hún veit alveg að rekstur virkjunar býður ekki uppá eitt einasta starf í Árneshreppi. Það er af því virkjun yrði stýrt úr fjarlægð, úr höfuðstöðvum HS Orku væntanlega, og þær eru á Suðurnesjum. Vegir búa ekki til búsetu. Auðvitað fengi hótel oddvitans ágætan bisness á meðan starfsmannaleigur hefðu her manna á svæðinu við að skera í sundur víðernin, stífla þrjár ár og sökkva öræfunum á nokkrum árum og kannski fækkaði ekki nema um þá sem hrykkju uppaf. En hvað svo? Samkvæmt útreikningum á vegum HS Orku fengi sveitarsjóður nettó 7 milljónir, já heilar sjö íslenskra króna í fasteignargjöld af stöðvarhúsi virkjunar. Bent hefur verið á að bólginn sveitarsjóður (ef svo væri) gagnist ekki samfélagi sem flutt hefur burtu. Til hvers eru þá refirnir skornir? Getum við, sem eigum heima í Árneshreppi, höfum alist þar upp og unnum landinu fengið afstöðu ráðamanna hins tvítuga flokks sem kennir sig við umhverfisvernd og leiðir ríkisstjórn Íslands til hugmynda um að skera víðernin á Ströndum? Er þetta bara „í ferli”? Ráða ráðherrar nákvæmlega engu, þrátt fyrir titilinn? Er flokksfélögum virkilega alveg sama, bara ef flokkurinn hangir í ríkisstjórn? Höfundur er stýrimaður og býr á Dröngum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun