Innlent

Konan sem leitað var að fundin heil á húfi

Birgir Olgeirsson skrifar
Konan varð viðskila við fjölskyldu sína fyrr í dag.
Konan varð viðskila við fjölskyldu sína fyrr í dag. Vísir/Vilhelm
Konan sem leitað var að í Skaftafelli fannst heil á húfi um klukkan hálf eitt í nótt. Það voru björgunarsveitarmenn sem gengur fram á konuna utan alfaraleiðar og utan slóða. Óskað var eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi sækja konuna og koma henni að þjónustu miðstöðinni í Skaftafelli.

Að minnsta kosti 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum í kvöld og þá var búið að óska eftir aðstoð björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu í vestri og að Vopnafirði í austri. Þá var aðgerðum stýrt af lögreglu frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli.

Í það heilu höfðu á þriðja hundrað manns verið kallað út til leitar að konunni.

 

Konan, sem er erlend og á sextugsaldri, var á ferð með fjölskyldu sinni í Skaftafelli þegar hún varð viðskila við hópinn um miðjan dag í gær. 

Útkall barst björgunarsveitarfólki á sjöunda tímanum. Voru björgunarsveitarmenn búnir drónum og leitarbúnaði og voru sporhundar notaðir í aðgerðinni. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna leitarinnar og var fram eftir kvöldi á svæðinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×