Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2019 00:01 Donald Trump Bandaríkjaforseti drekkur tugi "diet kók“ á hverjum degi. Vísir/afp Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þetta er meðal þess sem kemur fram að grein þriggja blaðamanna New York Times þar sem þeir reyna að kortleggja hefðbundinn vinnudag forsetans. Greinin er afrakstur þess að hafa rætt við um sextíu ráðgjafa, vini og samstarfsmenn forsetans, auk þingmanna. „Það sem fólk verður að gera sér grein fyrir er að hann var einstaklega óundirbúinn til að taka þetta að sér,“ segir Nacny Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, í samtali við blaðamennina. Niðurstaða blaðamanna New York Times virðist vera að forsetinn líti á sig sem utanveltumann sem háir daglega baráttu í tilraun til að verða tekinn alvarlega, fremur valdamesti maður heims.Vaknar hálf sex og kveikir á sjónvarpinu Á hefðbundnum degi vaknar Trump um klukkan hálf sex og kveikir á CNN í sjónvarpinu í svefnherbergi sínu í Hvíta húsinu. Hann horfir svo á Fox & Friends á uppáhaldssjónvarpsstöð sinni, Fox News. Stundum horfir hann einnig á þáttinn Morning Joe á MSNBC. Að loknu eða á meðan á sjónvarpsáhorfi stendur fer hann í símann sinn og stundum er hann búinn að birta fyrstu Twitter-færslu sína áður en hann er kominn fram úr rúminu. Í greininni kemur fram að áður en Trump tók við embætti forseta á hann að hafa sagt við samstarfsmenn sína að hver dagur í Hvíta húsinu eigi að vera eins og þáttur í sjónvarpsþáttaröð þar sem hann reynir að hafa betur gegn andstæðingum sínum.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á þessu ári.Vísir/AFPÞambar „diet kók“ Nánir samstarfsmenn forsetans segja hann verja að minnsta kosti fjórum tímum fyrir framan sjónvarpið á hverjum degi, stundum allt að átta tímum. Þá innbyrðir hann oft á annan tug dósa af „diet kóki“ yfir daginn. Hann fylgist vel með orðræðunni á stærstu sjónvarpsstöðvunum og þróun rannsóknar saksóknarans Robert Mueller á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Suður-Karólínu og vinur Trump, segir forsetann sannfærðan um að markmið vinstrimanna og fjölmiðla sé að fá hann til að hrökklast úr embætti.Reynir að draga úr Twitter-notkun forsetans John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefur reynt að stytta þann tíma sem forsetinn hefur til að gera það sem hann sjálfur vill. Þá hefur hann sömuleiðis reynt að draga úr Twitter-notkun forsetans. Þetta hefur hann gert með því að fá vinnudag forsetans til að byrja fyrr. Markmiðið sé að Trump sé mættur á skrifstofuna milli níu og hálf tíu. Á skrifstofunni bíða samstarfsmenn sem hafa fylgst vel með Fox and Friends til að vera reiðubúnir því sem koma skal þegar forsetinn mætir.Starfsmannastjórinn John Kelly reynir að hafa stjórn á forsetanum.Vísir/AFPTrump hefur sjálfur sagt að hann horfi ekki mikið á sjónvarp. „Þeir vilja segja að ég horfi mikið á sjónvarp. Fólk með falska heimildarmenn, þið vitið, falskir fréttamenn. En ég horfi ekki mikið á sjónvarp, fyrst og fremst vegna gagna. Ég les mikið af gögnum,“ sagði Trump við fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni í nýlegri Asíuferð forsetans.Hrópaði á þingmenn Forsetanum er lýst sem manni sem hafi ekki gert sér greint fyrir hvað fælist í og erfiðleikastigi starfsins. Times segir frá því á fyrstu mánuðum sínum í starfi á hann að hafa hrópað skipanir til öldungadeildarþingmanna. „Ég starfa ekki í þínu umboði,“ á Bob Corker, þingmaður Repúblikana, að hafa hrópað til baka. „Stóra vandamálið, það sem fólk verður að skilja, er að hann var einstaklega óundirbúinn fyrir þetta. Það er eins og að þú eða ég myndi fara inn í herbergi og verða beðið um að framkvæma heilaskurðaðgerð. Þegar þig skortir svo mikla þekkingu, þá getur það verið ruglingslegt,“ segir Pelosi í samtali við blaðið.Sefur fimm eða sex tíma Um helgar spilar forsetinn oft golf, en á virkum kvöldum á forsetinn það til að bjóða gestum í kvöldmat, oft milli klukkan hálf sjö og sjö. Að því loknu er kominn háttatími hjá forsetanum. Sefur hann í fimm eða sex tíma áður en kveikt er á sjónvarpinu og gripið er í símann á nýjan leik.Hér má lesa grein New York Times í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þetta er meðal þess sem kemur fram að grein þriggja blaðamanna New York Times þar sem þeir reyna að kortleggja hefðbundinn vinnudag forsetans. Greinin er afrakstur þess að hafa rætt við um sextíu ráðgjafa, vini og samstarfsmenn forsetans, auk þingmanna. „Það sem fólk verður að gera sér grein fyrir er að hann var einstaklega óundirbúinn til að taka þetta að sér,“ segir Nacny Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, í samtali við blaðamennina. Niðurstaða blaðamanna New York Times virðist vera að forsetinn líti á sig sem utanveltumann sem háir daglega baráttu í tilraun til að verða tekinn alvarlega, fremur valdamesti maður heims.Vaknar hálf sex og kveikir á sjónvarpinu Á hefðbundnum degi vaknar Trump um klukkan hálf sex og kveikir á CNN í sjónvarpinu í svefnherbergi sínu í Hvíta húsinu. Hann horfir svo á Fox & Friends á uppáhaldssjónvarpsstöð sinni, Fox News. Stundum horfir hann einnig á þáttinn Morning Joe á MSNBC. Að loknu eða á meðan á sjónvarpsáhorfi stendur fer hann í símann sinn og stundum er hann búinn að birta fyrstu Twitter-færslu sína áður en hann er kominn fram úr rúminu. Í greininni kemur fram að áður en Trump tók við embætti forseta á hann að hafa sagt við samstarfsmenn sína að hver dagur í Hvíta húsinu eigi að vera eins og þáttur í sjónvarpsþáttaröð þar sem hann reynir að hafa betur gegn andstæðingum sínum.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á þessu ári.Vísir/AFPÞambar „diet kók“ Nánir samstarfsmenn forsetans segja hann verja að minnsta kosti fjórum tímum fyrir framan sjónvarpið á hverjum degi, stundum allt að átta tímum. Þá innbyrðir hann oft á annan tug dósa af „diet kóki“ yfir daginn. Hann fylgist vel með orðræðunni á stærstu sjónvarpsstöðvunum og þróun rannsóknar saksóknarans Robert Mueller á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Suður-Karólínu og vinur Trump, segir forsetann sannfærðan um að markmið vinstrimanna og fjölmiðla sé að fá hann til að hrökklast úr embætti.Reynir að draga úr Twitter-notkun forsetans John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefur reynt að stytta þann tíma sem forsetinn hefur til að gera það sem hann sjálfur vill. Þá hefur hann sömuleiðis reynt að draga úr Twitter-notkun forsetans. Þetta hefur hann gert með því að fá vinnudag forsetans til að byrja fyrr. Markmiðið sé að Trump sé mættur á skrifstofuna milli níu og hálf tíu. Á skrifstofunni bíða samstarfsmenn sem hafa fylgst vel með Fox and Friends til að vera reiðubúnir því sem koma skal þegar forsetinn mætir.Starfsmannastjórinn John Kelly reynir að hafa stjórn á forsetanum.Vísir/AFPTrump hefur sjálfur sagt að hann horfi ekki mikið á sjónvarp. „Þeir vilja segja að ég horfi mikið á sjónvarp. Fólk með falska heimildarmenn, þið vitið, falskir fréttamenn. En ég horfi ekki mikið á sjónvarp, fyrst og fremst vegna gagna. Ég les mikið af gögnum,“ sagði Trump við fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni í nýlegri Asíuferð forsetans.Hrópaði á þingmenn Forsetanum er lýst sem manni sem hafi ekki gert sér greint fyrir hvað fælist í og erfiðleikastigi starfsins. Times segir frá því á fyrstu mánuðum sínum í starfi á hann að hafa hrópað skipanir til öldungadeildarþingmanna. „Ég starfa ekki í þínu umboði,“ á Bob Corker, þingmaður Repúblikana, að hafa hrópað til baka. „Stóra vandamálið, það sem fólk verður að skilja, er að hann var einstaklega óundirbúinn fyrir þetta. Það er eins og að þú eða ég myndi fara inn í herbergi og verða beðið um að framkvæma heilaskurðaðgerð. Þegar þig skortir svo mikla þekkingu, þá getur það verið ruglingslegt,“ segir Pelosi í samtali við blaðið.Sefur fimm eða sex tíma Um helgar spilar forsetinn oft golf, en á virkum kvöldum á forsetinn það til að bjóða gestum í kvöldmat, oft milli klukkan hálf sjö og sjö. Að því loknu er kominn háttatími hjá forsetanum. Sefur hann í fimm eða sex tíma áður en kveikt er á sjónvarpinu og gripið er í símann á nýjan leik.Hér má lesa grein New York Times í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira