Lít á lögin mín sem eitt verk við tólf ljóð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 11:00 Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun og enda á sumarkomunni, segir Steingrímur. Fréttablaðið/Sigtryggur Steingrímur Þórhallsson, organisti og tónskáld, er að mixa kvikmyndatónlist þegar ég trufla hann. „Ég er að setja inn trommur í Dark-o-matic treiler. Það er hliðargrein hjá mér að búa til kvikmyndatónlist fyrir stórt breskt fyrirtæki. Skemmtilegt en skilar engu,“ segir hann léttur. „Það er gaman að semja en svo tekur langan tíma að ganga frá og hljómblanda.“ Gaman að semja, segir Steingrímur. Tilefni viðtalsins er einmitt tónleikar í Neskirkju með lögum eftir hann við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þeir verða á afmælisdegi ljóðskáldsins, 22. apríl – annan í páskum, klukkan 20. Kór Neskirkju syngur. „Ég lít í raun á lögin sem eitt kórverk við tólf ljóð Snorra Hjartarsonar, sem mörgum þykir vænt um, hann er svo íslenskt skáld, með sterkar náttúrustemningar í ljóðunum sínum. Við erum að gefa út disk með verkinu, hann heitir Tólf blik og tónar, enda virðist Snorri semja ljóðin á augnablikum í ævi sinni, uppi á heiði, í þokunni, sumarbirtunni eða haustmyrkrinu. Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun en enda á sumarkomunni. Við frumfluttum þetta efni á sumardaginn fyrsta í fyrra og nefndum tónleikana Harpa kveður dyra. Nú erum við með útgáfutónleikana ári seinna – næstum upp á dag,“ segir Steingrímur og biður fólk að klappa ekki milli laga. Ljósmyndin á umslagi disksins líkist málverki eftir Georg Guðna. Steingrímur kveðst hafa tekið hana sjálfur á Tunguheiði á Tjörnesi. Segir hjarta sitt dálítið bundið því svæði. „Ég fór í göngu fyrir ofan bæinn sem afi og amma bjuggu á og tók myndavélina með. Á ákveðnum tímapunkti skall á þoka og allt í einu birtist fálki. Ég var auðvitað búinn að vera með þessi lög og ljóðin hans Snorra algerlega á heilanum og þarna sá ég þema disksins – lyng, þoku, leir, haust og fálkann sem er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Reyndar var þetta svo langur labbitúr í ískaldri mýri að ég gat varla stigið í lappirnar í þrjár vikur á eftir! Auðvitað tengja ekki allir á sama hátt við myndina og ég en fólki finnst hún falleg.“ Gunnar Þorsteinsson les ljóðin á milli laga sem öll eru sungin undirleikslaust. Sum lögin eru samin í samvinnu við kórinn, að sögn Steingríms. „Þetta er krefjandi stykki fyrir kórinn. Það eru skiptingar hægri vinstri, sungið ýmist í sex eða átta röddum,“ segir hann og tekur fram að auk disksins komi út nótnahefti með verkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Steingrímur Þórhallsson, organisti og tónskáld, er að mixa kvikmyndatónlist þegar ég trufla hann. „Ég er að setja inn trommur í Dark-o-matic treiler. Það er hliðargrein hjá mér að búa til kvikmyndatónlist fyrir stórt breskt fyrirtæki. Skemmtilegt en skilar engu,“ segir hann léttur. „Það er gaman að semja en svo tekur langan tíma að ganga frá og hljómblanda.“ Gaman að semja, segir Steingrímur. Tilefni viðtalsins er einmitt tónleikar í Neskirkju með lögum eftir hann við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þeir verða á afmælisdegi ljóðskáldsins, 22. apríl – annan í páskum, klukkan 20. Kór Neskirkju syngur. „Ég lít í raun á lögin sem eitt kórverk við tólf ljóð Snorra Hjartarsonar, sem mörgum þykir vænt um, hann er svo íslenskt skáld, með sterkar náttúrustemningar í ljóðunum sínum. Við erum að gefa út disk með verkinu, hann heitir Tólf blik og tónar, enda virðist Snorri semja ljóðin á augnablikum í ævi sinni, uppi á heiði, í þokunni, sumarbirtunni eða haustmyrkrinu. Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun en enda á sumarkomunni. Við frumfluttum þetta efni á sumardaginn fyrsta í fyrra og nefndum tónleikana Harpa kveður dyra. Nú erum við með útgáfutónleikana ári seinna – næstum upp á dag,“ segir Steingrímur og biður fólk að klappa ekki milli laga. Ljósmyndin á umslagi disksins líkist málverki eftir Georg Guðna. Steingrímur kveðst hafa tekið hana sjálfur á Tunguheiði á Tjörnesi. Segir hjarta sitt dálítið bundið því svæði. „Ég fór í göngu fyrir ofan bæinn sem afi og amma bjuggu á og tók myndavélina með. Á ákveðnum tímapunkti skall á þoka og allt í einu birtist fálki. Ég var auðvitað búinn að vera með þessi lög og ljóðin hans Snorra algerlega á heilanum og þarna sá ég þema disksins – lyng, þoku, leir, haust og fálkann sem er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Reyndar var þetta svo langur labbitúr í ískaldri mýri að ég gat varla stigið í lappirnar í þrjár vikur á eftir! Auðvitað tengja ekki allir á sama hátt við myndina og ég en fólki finnst hún falleg.“ Gunnar Þorsteinsson les ljóðin á milli laga sem öll eru sungin undirleikslaust. Sum lögin eru samin í samvinnu við kórinn, að sögn Steingríms. „Þetta er krefjandi stykki fyrir kórinn. Það eru skiptingar hægri vinstri, sungið ýmist í sex eða átta röddum,“ segir hann og tekur fram að auk disksins komi út nótnahefti með verkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira