Er mest fyrir okkur gert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:15 Gömlu skólabræðurnir Egill, Benedikt Helgi og Rúnar Þór njóta þess að ferðast saman, spjalla saman og spila saman. „Þetta er í fimmta skipti sem við komum vestur að spila, Egill Ólafsson og Benedikt Helgi Benediktsson í hljómsveitinni Rassar sem við stofnuðum á Núpi árið 1969,“ segir Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður, staddur í sínum gamla heimabæ, Ísafirði, þegar ég hringi í hann. Hann segir sömu hljóðfæraskipan hjá Rössum þá og nú. „Ég spila á gítar og bassa og Egill líka. Gerum það til skiptis eins og í gamla daga. Þá var náttúrlega ekkert internet og ekki einu sinni plötuspilari í skólanum, þannig að Egill spilaði allt á gítarinn sem hann kunni og þá spilaði ég á bassann, svo þegar hann var búinn með sín lög spilaði ég á gítarinn og hann tók við bassanum. Þurftum lítið að æfa, bara spila eftir minni. Benedikt var trommuleikari og er enn. Hljómsveitin Cream, með Ginger Baker, Jack Bruce og Eric Clapton, var voða vinsæl þessum tíma og við gerðum mikið af því að stæla hana.“Áttuð þið hljóðfærin sjálfir? „Við fengum lánaðan bassa frá einhverjum Súgfirðingi en Benni bjó á Núpi og var þar með sitt hafurtask, þar á meðal trommur.“ Rúnar Þór segir þá Egil bara hafa verið á Núpi þennan eina vetur. Báðir héldu áfram í tónlist eins og alþjóð veit.Fimmtán ára á Núpi, þar sem Rassar spiluðu mánaðarlega á dansæfingum.En hvað um Benedikt? „Hann fór í lögguna og er nýhættur sem rannsóknarlögreglumaður. Hefur held ég bara trommað með okkur. En það sem er svo merkilegt er hvað vináttan verður mikil á þessu aldri. Menn fara svo nálægt hverjir öðrum, því verða tengslin svo sterk.“ Rassar spiluðu í Húsinu á Ísafirði í gærkveldi en í kvöld eru þeir á Þingeyri. Spurður hvort sveitin gangi að sínum aðdáendum vísum fyrir vestan svarar Rúnar Þór: „Þetta er mest fyrir okkur gert. Við höfum gaman af að ferðast saman, spila saman og kjafta saman. Stoppum á leiðinni á bæ sem ég var í sveit á, á Reykjanesinu.“Er sama fólk þar enn þá? „Nei, en nýtt blóð skiptir engu máli og bærinn er eins. Ég held tryggð við staðinn, var þrjú sumur þar, tíu, ellefu og tólf ára, og leið vel en þurfti að hætta út af hljómsveitabrölti.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er í fimmta skipti sem við komum vestur að spila, Egill Ólafsson og Benedikt Helgi Benediktsson í hljómsveitinni Rassar sem við stofnuðum á Núpi árið 1969,“ segir Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður, staddur í sínum gamla heimabæ, Ísafirði, þegar ég hringi í hann. Hann segir sömu hljóðfæraskipan hjá Rössum þá og nú. „Ég spila á gítar og bassa og Egill líka. Gerum það til skiptis eins og í gamla daga. Þá var náttúrlega ekkert internet og ekki einu sinni plötuspilari í skólanum, þannig að Egill spilaði allt á gítarinn sem hann kunni og þá spilaði ég á bassann, svo þegar hann var búinn með sín lög spilaði ég á gítarinn og hann tók við bassanum. Þurftum lítið að æfa, bara spila eftir minni. Benedikt var trommuleikari og er enn. Hljómsveitin Cream, með Ginger Baker, Jack Bruce og Eric Clapton, var voða vinsæl þessum tíma og við gerðum mikið af því að stæla hana.“Áttuð þið hljóðfærin sjálfir? „Við fengum lánaðan bassa frá einhverjum Súgfirðingi en Benni bjó á Núpi og var þar með sitt hafurtask, þar á meðal trommur.“ Rúnar Þór segir þá Egil bara hafa verið á Núpi þennan eina vetur. Báðir héldu áfram í tónlist eins og alþjóð veit.Fimmtán ára á Núpi, þar sem Rassar spiluðu mánaðarlega á dansæfingum.En hvað um Benedikt? „Hann fór í lögguna og er nýhættur sem rannsóknarlögreglumaður. Hefur held ég bara trommað með okkur. En það sem er svo merkilegt er hvað vináttan verður mikil á þessu aldri. Menn fara svo nálægt hverjir öðrum, því verða tengslin svo sterk.“ Rassar spiluðu í Húsinu á Ísafirði í gærkveldi en í kvöld eru þeir á Þingeyri. Spurður hvort sveitin gangi að sínum aðdáendum vísum fyrir vestan svarar Rúnar Þór: „Þetta er mest fyrir okkur gert. Við höfum gaman af að ferðast saman, spila saman og kjafta saman. Stoppum á leiðinni á bæ sem ég var í sveit á, á Reykjanesinu.“Er sama fólk þar enn þá? „Nei, en nýtt blóð skiptir engu máli og bærinn er eins. Ég held tryggð við staðinn, var þrjú sumur þar, tíu, ellefu og tólf ára, og leið vel en þurfti að hætta út af hljómsveitabrölti.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira