Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 20:26 Mark Milley ræddi við blaðamenn í Pentagon í dag. Getty/Chip Somodevilla Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Frá þessu greindi æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, Mark Milley á blaðamannafundi í Pentagon í dag. Milley segir að mennirnir tveir hafi nú verið fluttir á öruggan stað og séu í haldi. BBC greinir frá. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um mennina en Milley greindi frá því að unnið væri að því að ákvarða hvaða hlutar aðgerðarinnar verði opinberaðir. Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrr í dag að mögulega yrði myndband frá aðgerðum birt opinberlega. Um jarðneskar leifar Baghdadi sagði Milley að lík hans hafi verið flutt á herstöð til þess að ákvarða með fullri vissu að um réttan aðila væri að ræða. Því næst hafi líkið verið jarðsett á viðeigandi hátt. Enginn mennskur meðlimur hersveitarinnar sem stóð að aðgerðinni lét lífið en Milley greindi frá því að þegar al-Baghdadi hafi sprengt sig í loft upp hafi einn hundanna sem tóku þátt í að elta hann uppi fallið. Segir hershöfðinginn að nafn hundsins sé trúnaðarmál. Í tilkynningu sinni á sunnudag greindi Bandaríkjaforseti frá dauða al-Baghdadi og sagði hann hafa látið lífið grenjandi og vælandi. Milley var spurður út í þá fullyrðingu forsetans og kvaðst hann ekki vita hvernig Trump hefði aflað þeirra upplýsinga. Milley bætti þó við að hann telji að upplýsingarnar hafi komist til forsetans eftir beinar samræður hans við hermenn. Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Frá þessu greindi æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, Mark Milley á blaðamannafundi í Pentagon í dag. Milley segir að mennirnir tveir hafi nú verið fluttir á öruggan stað og séu í haldi. BBC greinir frá. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um mennina en Milley greindi frá því að unnið væri að því að ákvarða hvaða hlutar aðgerðarinnar verði opinberaðir. Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrr í dag að mögulega yrði myndband frá aðgerðum birt opinberlega. Um jarðneskar leifar Baghdadi sagði Milley að lík hans hafi verið flutt á herstöð til þess að ákvarða með fullri vissu að um réttan aðila væri að ræða. Því næst hafi líkið verið jarðsett á viðeigandi hátt. Enginn mennskur meðlimur hersveitarinnar sem stóð að aðgerðinni lét lífið en Milley greindi frá því að þegar al-Baghdadi hafi sprengt sig í loft upp hafi einn hundanna sem tóku þátt í að elta hann uppi fallið. Segir hershöfðinginn að nafn hundsins sé trúnaðarmál. Í tilkynningu sinni á sunnudag greindi Bandaríkjaforseti frá dauða al-Baghdadi og sagði hann hafa látið lífið grenjandi og vælandi. Milley var spurður út í þá fullyrðingu forsetans og kvaðst hann ekki vita hvernig Trump hefði aflað þeirra upplýsinga. Milley bætti þó við að hann telji að upplýsingarnar hafi komist til forsetans eftir beinar samræður hans við hermenn.
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24
Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44