Liðið varð sér til skammar í fyrsta leik helgarinnar í enska boltanum þegar Southampton tapaði 0-9 fyrir Leicester á heimavelli síðastliðið föstudagskvöld. Stærsta tap á heimavelli í sögu deildarinnar og niðurlægingin algjör.
Í yfirlýsingunni segir að allir leikmenn og allt starfslið aðalliðsins muni gefa laun sín frá föstudeginum til góðgerðamála en félagið heldur úti sérstökum góðgerðasjóði líkt og mörg önnur íþróttafélög.
Þar segir jafnframt að leikmenn liðsins hafi unnið úr tapinu um helgina og einbeiti sér nú að því sem er framundan en Southampton á verðugt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið heimsækir Englandsmeistara Manchester City í enska deildabikarnum.
Næsti deildarleikur liðsins er sömuleiðis gegn Man City, næstkomandi laugardag.
#SaintsFC's first-team players and coaching staff have decided to donate their wages from last Friday to @SFC_Foundation: https://t.co/EMVlHTrjr6
— Southampton FC (@SouthamptonFC) October 27, 2019