Breski stórleikarinn Idris Elba kom flogaveikum leikhúsgesti til aðstoðar í Manchester á miðvikudagskvöld. Mirror greinir frá.
Elba setur nú upp leikverkið Tree í Upper Camfield Market í Manchester og skartar verkið Sinead Cusack og Alfred Enoch og verkið hluti af listahátíðinni Manchester International Festival.
Á meðan að á flutningin verksins stóð fékk hin 33 ára gamla Amanda Billington óútskýrt flogakast þar sem hún sat í áhorfendaskaranum. Idris Elba sat nærri henni og þaut til bjargar og sat yfir henni þar til að sjúkraliðar mættu á svæðið.
Billington kveðst vera mjög þakklát Elba fyrir hjálpina og segist vilja þakka honum persónulega en segist efast um að hún rekist á hann að nýju.

