Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Sylvía Hall skrifar 27. mars 2019 17:58 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019 Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019
Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41