Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 64-70 | Ekkert sumarfrí hjá ÍR-ingum eftir sigur í Ljónagryfjunni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 27. mars 2019 21:45 ÍR og Njarðvík mætast í fjórða sinn á föstudag vísir/bára ÍR-ingar heimsóttu Njarðvíkinga í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla. Njarðvík hafði unni fyrstu tvo leiki seríunnar og voru Breiðhyltingar því með bakið upp við vegginn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var lítið skorað í upphafi leiks. Liðin tóku hins vegar bæði við sér um miðbik leikhlutans og var allt í járnum, líkt og átti eftir að verða allan leikinn. En það voru hins vegar ÍR-ingar sem leiddu að leikhlutanum loknum, 18-16. Það voru hins vegar heimamenn sem komu sterkari til leiks í öðrum leikhluta og unnu þeir hann með átta stigum og leiddu því með sex stigum í hálfleik. Það voru hins vegar ÍR-ingar sem komu mun sterkari út úr búningsklefunum í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega leikinn, og komust svo yfir. ÍR leiddi með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann. Jafnræði var með liðunum í lokaleikhlutanum en undir lok hans náði ÍR yfirhöndinni og hélt henni til loka leiks. ÍR vann að lokum með sex stigum, 70-64. Sópurinn fór því ekki á loft hérna í Ljónagryfjunni og mætast liðin í fjórða sinn á föstudag í Seljaskóla. Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar langaði hreinlega ekkert í sumarfrí í kvöld, það langar svosem engum að fara í sumarfrí í mars. Þeir mættu því vel tilbúnir í þennan leik, hituðu miklu meira upp heldur en Njarðvíkingar og langaði hreinlega meira að vinna þennan leik. Að vera tilbúnari í leik heldur en andstæðingurinn getur fleytt liðum ansi langt oft á tíðum. Hverjir stóðu upp úr? Kevin Caper mætti sterkur til leiks eftir leikbannið sem hann fékk eftir fyrsta leik liðanna og skoraði hann 26 stig. Þá áttu stóru mennirnir í liði ÍR einnig fínan leik, þeir Gerald Robinson og Sigurður Þorsteinsson. Hjá Njarðvík var Elvar stigahæstur með 19 stig. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Hreinasta hörmung,“ eins og Einar Árni sagði sjálfur. Það er því áhyggjuefni fyrir Njarðvíkinga og eitthvað sem þeir verða laga til þess að klára þessa seríu. Matthías Orri lék í 23 mínútur í kvöld hjá ÍR-ingum og skoraði ekki eitt einasta stig. Hann spilaði minna í seinni hálfleik og er spurning hvort eitthvað sé að hrjá hann. Vonandi fyrir ÍR er ekki svo, og mætir hann sprækur í næsta leik. ÍR þarf á honum að halda. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Seljaskóla á föstudag. Það verður áhugaverður leikur. Njarðvíkingar leiða enn 2-1 í seríunni og komast með sigri áfram í undanúrslit. Vinni ÍR hins vegar fáum við oddaleik í Ljónagryfjunni mánudaginn 1. apríl. Siggi Þorsteins: Hef enga löngun að fara í sumarfrí „Ég hef enga löngun til þess að fara í sumarfrí,“ sagði Sigurður Þorsteinsson aðspurður hvort hann væri tilbúinn til þess að fara í sumarfrí eftir sigur ÍR-inga á Njarðvík í útivelli. Sigurður átti fínan leik í kvöld, skoraði 12 stig og tók 8 fráköst. „Ég er sáttur með sigurinn. Hann var ekkert fallegur. Bæði lið voru að spila hörku vörn og þetta var svolítið skrýtinn leikur. Menn voru að missa boltann oft.“ Með tapi í kvöld hefðu ÍR-ingar farið í sumarfrí en í staðinn fara þeir aftur í Breiðholtið, á sinn heimavöll í þeirri von um að knýja fram oddaleik. Sigurður hefur átt flotta leiki hérna í Ljónagryfjunni á tímabilinu og hefur reynst Njarðvíkingum erfiður. „Það er mjög fínt að spila hérna. Spilaði hérna líka með Keflavík og það var alltaf stemmning í því. Það er læti í stúkunni og þetta er lítið íþróttahúsi. Maður heyrir ekki í sjálfum sér og þannig á það að vera.“ Borche Ilievski: Við vorum með bakið upp við vegginn ÍR-ingar báru sigurorð af Njarðvíkingum í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR með bakið upp við vegginn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Borche Ilievski, þjálfari ÍR var því að vonum kampakátur með sigur sinna manna í kvöld. „Við vorum með bakið upp við vegginn og við þurftum að bregðast við því. Við vorum óheppnir með þessa heimskulegu villu hjá Kevin Caper. Án hennar er ég nokkuð viss um að staðan væri öðruvísi í seríunni. En það er 2-1 fyrir Njarðvík og nú förum við aftur á heimavöllinn okkar.“ Með tapi í kvöld hefðu ÍR-ingar farið í sumarfrí og aðspurður hvort það sé eitthvað sem ÍR vilji var svar Borche einfalt. „Algjörlega ekki, við viljum ekki fara í sumarfrí.“ Nú heldur serían aftur í Breiðholtið þar sem ÍR-ingar verða að vinna á heimavelli til þess að knýja fram oddaleik í seríunni. „Mér finnst við leika betur á útivelli, ég veit ekki af hverju. Finnst eins og að leikmennirnir mínir líði betur á útivelli. Þeir verða að skilja að Seljaskóli er okkar heimavöllur.“ Einar Árni: Sóknarleikur okkar var hreinasta hörmung Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegn ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. „Bara vonbrigði í stuttu máli. Við börðumst bara ekki nóg, eins þungt og það er að segja það. Þá langaði bara meira í þetta.“ Með sigri í kvöld hefði sópurinn farið á loft hjá Njarðvíkingum en svo varð ekki. Njarðvík þarf því að fara í Seljaskóla til þess að klára seríuna og komast í undanúrslit. „Það er bara þannig í úrslitakeppni að þú þarft að vinna þrjá leiki. Ef það læddist að okkur að við þyrftum ekki að leggja okkur 100% fram í dag þá fengum við það sem við verðskulduðum. Við erum búnir að vinna í Seljaskóla áður og við vitum alveg að við erum að spila á móti mjög góðu liði. Þeir hafa ótrúlegan vilja og dugnað og það varð ofan á í kvöld.“ Einar var langt frá því að vera sáttur með spilamennsku liðsins í dag, og þá sérstaklega sóknarleikinn. „Að halda andstæðingi í 70 stigum en samt vera gjörsamlega „outrebound-aðir“ á varnarvelli og tapa samt segir okkur að sóknarleikur okkar var hreinasta hörmung. Þeir fá 11 sóknarfráköst í fyrri hálfleik og við töpum 11 boltum í fyrri hálfleik þannig það eru viðvörunarbjöllur í hálfleik. Við setjum svo tónin í kæruleysinu strax í upphafi seinni hálfleiks.“ ÍR-ingar eru sterkir og hafa reynst Njarðvíkingum erfiðir í vetur og hafa t.d. unnið tvisvar núna hérna í Ljónagryfjunni. Einar vill því klára seríuna í Seljaskóla á föstudag. „Við vitum að við þurfum að eiga hörkuleik til þess að klára þá í Seljaskóla. Við þurfum svosem að eiga hörkuleik hvar sem er til að vinna þá. Við þurfum miklu betri frammistöðu en þetta. Við þurfum að vera beittari í öllum okkar aðgerðum, þurfum að vera grimmari og frákasta betur. Við ætlum að spila alvöru sóknarleik sem var ekki til staðar í dag. Dominos-deild karla
ÍR-ingar heimsóttu Njarðvíkinga í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla. Njarðvík hafði unni fyrstu tvo leiki seríunnar og voru Breiðhyltingar því með bakið upp við vegginn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var lítið skorað í upphafi leiks. Liðin tóku hins vegar bæði við sér um miðbik leikhlutans og var allt í járnum, líkt og átti eftir að verða allan leikinn. En það voru hins vegar ÍR-ingar sem leiddu að leikhlutanum loknum, 18-16. Það voru hins vegar heimamenn sem komu sterkari til leiks í öðrum leikhluta og unnu þeir hann með átta stigum og leiddu því með sex stigum í hálfleik. Það voru hins vegar ÍR-ingar sem komu mun sterkari út úr búningsklefunum í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega leikinn, og komust svo yfir. ÍR leiddi með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann. Jafnræði var með liðunum í lokaleikhlutanum en undir lok hans náði ÍR yfirhöndinni og hélt henni til loka leiks. ÍR vann að lokum með sex stigum, 70-64. Sópurinn fór því ekki á loft hérna í Ljónagryfjunni og mætast liðin í fjórða sinn á föstudag í Seljaskóla. Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar langaði hreinlega ekkert í sumarfrí í kvöld, það langar svosem engum að fara í sumarfrí í mars. Þeir mættu því vel tilbúnir í þennan leik, hituðu miklu meira upp heldur en Njarðvíkingar og langaði hreinlega meira að vinna þennan leik. Að vera tilbúnari í leik heldur en andstæðingurinn getur fleytt liðum ansi langt oft á tíðum. Hverjir stóðu upp úr? Kevin Caper mætti sterkur til leiks eftir leikbannið sem hann fékk eftir fyrsta leik liðanna og skoraði hann 26 stig. Þá áttu stóru mennirnir í liði ÍR einnig fínan leik, þeir Gerald Robinson og Sigurður Þorsteinsson. Hjá Njarðvík var Elvar stigahæstur með 19 stig. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Hreinasta hörmung,“ eins og Einar Árni sagði sjálfur. Það er því áhyggjuefni fyrir Njarðvíkinga og eitthvað sem þeir verða laga til þess að klára þessa seríu. Matthías Orri lék í 23 mínútur í kvöld hjá ÍR-ingum og skoraði ekki eitt einasta stig. Hann spilaði minna í seinni hálfleik og er spurning hvort eitthvað sé að hrjá hann. Vonandi fyrir ÍR er ekki svo, og mætir hann sprækur í næsta leik. ÍR þarf á honum að halda. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Seljaskóla á föstudag. Það verður áhugaverður leikur. Njarðvíkingar leiða enn 2-1 í seríunni og komast með sigri áfram í undanúrslit. Vinni ÍR hins vegar fáum við oddaleik í Ljónagryfjunni mánudaginn 1. apríl. Siggi Þorsteins: Hef enga löngun að fara í sumarfrí „Ég hef enga löngun til þess að fara í sumarfrí,“ sagði Sigurður Þorsteinsson aðspurður hvort hann væri tilbúinn til þess að fara í sumarfrí eftir sigur ÍR-inga á Njarðvík í útivelli. Sigurður átti fínan leik í kvöld, skoraði 12 stig og tók 8 fráköst. „Ég er sáttur með sigurinn. Hann var ekkert fallegur. Bæði lið voru að spila hörku vörn og þetta var svolítið skrýtinn leikur. Menn voru að missa boltann oft.“ Með tapi í kvöld hefðu ÍR-ingar farið í sumarfrí en í staðinn fara þeir aftur í Breiðholtið, á sinn heimavöll í þeirri von um að knýja fram oddaleik. Sigurður hefur átt flotta leiki hérna í Ljónagryfjunni á tímabilinu og hefur reynst Njarðvíkingum erfiður. „Það er mjög fínt að spila hérna. Spilaði hérna líka með Keflavík og það var alltaf stemmning í því. Það er læti í stúkunni og þetta er lítið íþróttahúsi. Maður heyrir ekki í sjálfum sér og þannig á það að vera.“ Borche Ilievski: Við vorum með bakið upp við vegginn ÍR-ingar báru sigurorð af Njarðvíkingum í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR með bakið upp við vegginn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Borche Ilievski, þjálfari ÍR var því að vonum kampakátur með sigur sinna manna í kvöld. „Við vorum með bakið upp við vegginn og við þurftum að bregðast við því. Við vorum óheppnir með þessa heimskulegu villu hjá Kevin Caper. Án hennar er ég nokkuð viss um að staðan væri öðruvísi í seríunni. En það er 2-1 fyrir Njarðvík og nú förum við aftur á heimavöllinn okkar.“ Með tapi í kvöld hefðu ÍR-ingar farið í sumarfrí og aðspurður hvort það sé eitthvað sem ÍR vilji var svar Borche einfalt. „Algjörlega ekki, við viljum ekki fara í sumarfrí.“ Nú heldur serían aftur í Breiðholtið þar sem ÍR-ingar verða að vinna á heimavelli til þess að knýja fram oddaleik í seríunni. „Mér finnst við leika betur á útivelli, ég veit ekki af hverju. Finnst eins og að leikmennirnir mínir líði betur á útivelli. Þeir verða að skilja að Seljaskóli er okkar heimavöllur.“ Einar Árni: Sóknarleikur okkar var hreinasta hörmung Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegn ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. „Bara vonbrigði í stuttu máli. Við börðumst bara ekki nóg, eins þungt og það er að segja það. Þá langaði bara meira í þetta.“ Með sigri í kvöld hefði sópurinn farið á loft hjá Njarðvíkingum en svo varð ekki. Njarðvík þarf því að fara í Seljaskóla til þess að klára seríuna og komast í undanúrslit. „Það er bara þannig í úrslitakeppni að þú þarft að vinna þrjá leiki. Ef það læddist að okkur að við þyrftum ekki að leggja okkur 100% fram í dag þá fengum við það sem við verðskulduðum. Við erum búnir að vinna í Seljaskóla áður og við vitum alveg að við erum að spila á móti mjög góðu liði. Þeir hafa ótrúlegan vilja og dugnað og það varð ofan á í kvöld.“ Einar var langt frá því að vera sáttur með spilamennsku liðsins í dag, og þá sérstaklega sóknarleikinn. „Að halda andstæðingi í 70 stigum en samt vera gjörsamlega „outrebound-aðir“ á varnarvelli og tapa samt segir okkur að sóknarleikur okkar var hreinasta hörmung. Þeir fá 11 sóknarfráköst í fyrri hálfleik og við töpum 11 boltum í fyrri hálfleik þannig það eru viðvörunarbjöllur í hálfleik. Við setjum svo tónin í kæruleysinu strax í upphafi seinni hálfleiks.“ ÍR-ingar eru sterkir og hafa reynst Njarðvíkingum erfiðir í vetur og hafa t.d. unnið tvisvar núna hérna í Ljónagryfjunni. Einar vill því klára seríuna í Seljaskóla á föstudag. „Við vitum að við þurfum að eiga hörkuleik til þess að klára þá í Seljaskóla. Við þurfum svosem að eiga hörkuleik hvar sem er til að vinna þá. Við þurfum miklu betri frammistöðu en þetta. Við þurfum að vera beittari í öllum okkar aðgerðum, þurfum að vera grimmari og frákasta betur. Við ætlum að spila alvöru sóknarleik sem var ekki til staðar í dag.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti