Erlent

Níu hafa látið lífið í snjó­flóðum í Noregi í vetur

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa 243 farist í snjóflóðum í Noregi frá árinu 1972.
Alls hafa 243 farist í snjóflóðum í Noregi frá árinu 1972. Getty
Alls hafa níu manns látið lífið í snjóflóðum í Noregi það sem af er vetri. Ekki hafa fleiri farist í snjóflóðum í Noregi á einum vetri í fimm ár.

Greint var frá því á þriðjudaginn að tveir hafi farist í snjóflóði við Dulmålstinden í Sørfold. Voru þeir að keyra vinnuvélar eftir vegi þegar 200 metra breitt snjóflóð fór yfir veginn.

Mannskæðasta snjóflóðið það sem af er vetri varð í Tamokdalnum í Troms fyrr í vetur þar sem fjórir fórust.

Í frétt NRK segir að þrír hafi farist í snjóflóðum í Noregi síðasta vetur. Sé litið til síðustu tíu ára fórust flestir í snjóflóðum veturinn 2010/11, eða þrettán.

Alls hafa 243 farist í snjóflóðum í Noregi frá árinu 1972.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×