Hætta við flug til Halifax og Cleveland Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:33 Icelandair hafði í hyggju að nýta þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur sínar í áætlunarflugi vestur um haf. Icelandair Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. Ástæðuna má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotum. Icelandair greindi stjórnendum Halifax Stanfield og Cleveland Hopkins alþjóðaflugvallanna frá ákvörðun sinni á mánudag. Flugfélagið hafði í hyggju að nýta þrjár 737 MAX-8 þotur sínar í áætlunarflugi til beggja flugvallanna en þau áform hafa farið út um þúfur eftir slysið í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Haft er eftir forstöðumanni Cleveland Hopkins-flugvallarins í erlendum miðlum að ákvörðun Icelandair sé honum mikil vonbrigði. Hann hafi þó ekki miklar áhyggjur, áætlunarflug Icelandair og WOW air til Cleveland á síðustu árum sýni þann mikla áhuga sem hann telur vera á flugi frá Evrópu til Cleveland. WOW greindi frá því um miðjan október síðastliðinn að flugfélagið hefði jafnframt í hyggju að hætta við fyrirhugað áætlunarflug sitt til borgarinnar næsta sumar.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinnFyrrnefndur forstöðumaður gat ekki staðfest í samtali við Cleveland 19 News hvort ákvörðun Icelandair væri varanleg eða aðeins tímabundin í ljósi yfirstandandi kyrrsetningar. Vonir hafa staðið til að Boeing muni kynna langþráða hugbúnaruppfærslu á fundi í höfuðstöðvum sínum í Renton síðar í dag. Þyki hún traustvekjandi vonast forsvarsmenn flugvélaframleiðandans til þess að hægt verði að vinda ofan af víðtæku kyrrsetningunum. Sem fyrr segir hefur Icelandair einnig í hyggju að hætta við áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Halifax í sumar. Það átti að hefjast í maí. Talsmaður Halifax Stanfield-flugvallarins segist eiga í samskiptum við Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög sem bregðast hafi þurft við kyrrsetningunni á Boeing-þotunum, til að átta sig betur á neyðaráætlunum þeirra vegna stöðunnar sem upp sé komin. Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Kanada Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00 Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. Ástæðuna má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotum. Icelandair greindi stjórnendum Halifax Stanfield og Cleveland Hopkins alþjóðaflugvallanna frá ákvörðun sinni á mánudag. Flugfélagið hafði í hyggju að nýta þrjár 737 MAX-8 þotur sínar í áætlunarflugi til beggja flugvallanna en þau áform hafa farið út um þúfur eftir slysið í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Haft er eftir forstöðumanni Cleveland Hopkins-flugvallarins í erlendum miðlum að ákvörðun Icelandair sé honum mikil vonbrigði. Hann hafi þó ekki miklar áhyggjur, áætlunarflug Icelandair og WOW air til Cleveland á síðustu árum sýni þann mikla áhuga sem hann telur vera á flugi frá Evrópu til Cleveland. WOW greindi frá því um miðjan október síðastliðinn að flugfélagið hefði jafnframt í hyggju að hætta við fyrirhugað áætlunarflug sitt til borgarinnar næsta sumar.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinnFyrrnefndur forstöðumaður gat ekki staðfest í samtali við Cleveland 19 News hvort ákvörðun Icelandair væri varanleg eða aðeins tímabundin í ljósi yfirstandandi kyrrsetningar. Vonir hafa staðið til að Boeing muni kynna langþráða hugbúnaruppfærslu á fundi í höfuðstöðvum sínum í Renton síðar í dag. Þyki hún traustvekjandi vonast forsvarsmenn flugvélaframleiðandans til þess að hægt verði að vinda ofan af víðtæku kyrrsetningunum. Sem fyrr segir hefur Icelandair einnig í hyggju að hætta við áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Halifax í sumar. Það átti að hefjast í maí. Talsmaður Halifax Stanfield-flugvallarins segist eiga í samskiptum við Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög sem bregðast hafi þurft við kyrrsetningunni á Boeing-þotunum, til að átta sig betur á neyðaráætlunum þeirra vegna stöðunnar sem upp sé komin.
Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Kanada Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00 Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00
Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30