Nokkur orð um hlutverk Soffíu frænku Tyrfingur Tyrfingsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Það er fræg saga af íslenskri leikkonu á 20. öld sem fékk hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum og sló í gegn, þannig að í næstu uppfærslu á allt öðru leikriti ákvað hún að leika Soffíu frænku bara aftur. Og í næstu uppfærslu aftur. Þeir segja að hún hafi gert Soffíu frænku úr öllum persónum síðan og að um sjötugt hafi þær Soffía runnið saman í eitt og orðið sama konan. Hún er minna fræg sagan af vinkonu minni sem mætir í fermingarveislur í karakter. Í ár keypti hún sér mussu og ætlar að leika keramiker bæði í kirkjunni og í veislunni. Ástæðan er sú að keramiker hefur um nóg að tala – hún getur drullað yfir leirtauið og gert grín að keramikdýrum við gamlan homma. Í fyrra mætti hún sem djákni en vissi ekkert um hvað djáknar talar. Það tekur enginn eftir því að hún er í karakter því að það man til dæmis enginn alveg hvernig hún þekkir fermingarbarnið. En henni leið samt illa því að henni fannst hún hafa klúðrað hlutverki djáknans og ákvað að mæta aldrei aftur sem önnur persóna í fermingarveislu. En hún gæti aldrei mætt sem hún sjálf og sumum finnst það sorglegt en hún er samt aldrei nær sér en þegar hún er í hlutverki annarra. Þá rétt á meðan fær hún frið. Þannig að í ár hefur hún, eins og áður segir, ákveðið að mæta sem keramiker. Að fara út í búð sem faðir, áhugamaður um osta og eiginmaður konu á túr. Að nota sama símann til að senda mynd af typpinu á sér og til að skipuleggja bingó í Hjallastefnunni. Fólk brennur út alls staðar og þar er leiklistinni um að kenna. Fólk stundar method leik. Það lifir sig inn í hlutverk sín og hverfur sjálfu sér. Og hlutverkin eru of mörg og það er ómögulegt að sætta þau. Fólk trúir eigin leik. Það sem keramikerinn og leikkonan gera, er kannski fyrsta skrefið í átt að því að komast handan hlutverksins. Þær ákveða báðar hvaða hlutverki þær gegna og leika ekki bara það sem þær eru beðnar um. Sama má segja um eina dragdrottningu úti á landi sem kemur oft óumbeðin fram sem Soffía frænka og sofnar ölóð og lætur sig dreyma um það að Kasper, Jesper og Jónatan ræni henni um miðja nótt. Ég er ekki einhver höfundur sem skrifar þetta, ég er það sem er að baki þessum höfundi sem skrifar þetta. Og það er stærra og merkilegra af því að það er hið sama og liggur að baki þér. Það er auðvelt að vera dónalegur við búðarmann. Það er hins vegar erfiðara að vera dónalegur við mann sem vinnur í búð. Um leið og ég byrja að sjá í gegnum mín eigin hlutverk fer ég að sjá í gegnum hlutverk annarra og líf mitt fyllist af raunverulegu fólki. Það er ekki hægt að hætta neinu, það er bara hægt að byrja á nýju: Það eru 47 áhugaleikfélög á landinu. Þar er fólk sem fannst ekki nóg að leika keramiker án þess að nokkur sæi til. Á www.leiklist.is geturðu fundið áhugaleikfélagið í þinni byggð. Kannski er verið að leita að Soffíu frænku og kannski finnst hún í þér. Við hina segi ég: Þú ert ekki bara einhver drullusokkur sem svarar ekki emailum. Þú ert sjálfur alheimurinn, ekki leika neitt minna.Höfundur er leikskáld, sem ritar í tilefni Alþjóðlega leiklistardagsins í dag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er fræg saga af íslenskri leikkonu á 20. öld sem fékk hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum og sló í gegn, þannig að í næstu uppfærslu á allt öðru leikriti ákvað hún að leika Soffíu frænku bara aftur. Og í næstu uppfærslu aftur. Þeir segja að hún hafi gert Soffíu frænku úr öllum persónum síðan og að um sjötugt hafi þær Soffía runnið saman í eitt og orðið sama konan. Hún er minna fræg sagan af vinkonu minni sem mætir í fermingarveislur í karakter. Í ár keypti hún sér mussu og ætlar að leika keramiker bæði í kirkjunni og í veislunni. Ástæðan er sú að keramiker hefur um nóg að tala – hún getur drullað yfir leirtauið og gert grín að keramikdýrum við gamlan homma. Í fyrra mætti hún sem djákni en vissi ekkert um hvað djáknar talar. Það tekur enginn eftir því að hún er í karakter því að það man til dæmis enginn alveg hvernig hún þekkir fermingarbarnið. En henni leið samt illa því að henni fannst hún hafa klúðrað hlutverki djáknans og ákvað að mæta aldrei aftur sem önnur persóna í fermingarveislu. En hún gæti aldrei mætt sem hún sjálf og sumum finnst það sorglegt en hún er samt aldrei nær sér en þegar hún er í hlutverki annarra. Þá rétt á meðan fær hún frið. Þannig að í ár hefur hún, eins og áður segir, ákveðið að mæta sem keramiker. Að fara út í búð sem faðir, áhugamaður um osta og eiginmaður konu á túr. Að nota sama símann til að senda mynd af typpinu á sér og til að skipuleggja bingó í Hjallastefnunni. Fólk brennur út alls staðar og þar er leiklistinni um að kenna. Fólk stundar method leik. Það lifir sig inn í hlutverk sín og hverfur sjálfu sér. Og hlutverkin eru of mörg og það er ómögulegt að sætta þau. Fólk trúir eigin leik. Það sem keramikerinn og leikkonan gera, er kannski fyrsta skrefið í átt að því að komast handan hlutverksins. Þær ákveða báðar hvaða hlutverki þær gegna og leika ekki bara það sem þær eru beðnar um. Sama má segja um eina dragdrottningu úti á landi sem kemur oft óumbeðin fram sem Soffía frænka og sofnar ölóð og lætur sig dreyma um það að Kasper, Jesper og Jónatan ræni henni um miðja nótt. Ég er ekki einhver höfundur sem skrifar þetta, ég er það sem er að baki þessum höfundi sem skrifar þetta. Og það er stærra og merkilegra af því að það er hið sama og liggur að baki þér. Það er auðvelt að vera dónalegur við búðarmann. Það er hins vegar erfiðara að vera dónalegur við mann sem vinnur í búð. Um leið og ég byrja að sjá í gegnum mín eigin hlutverk fer ég að sjá í gegnum hlutverk annarra og líf mitt fyllist af raunverulegu fólki. Það er ekki hægt að hætta neinu, það er bara hægt að byrja á nýju: Það eru 47 áhugaleikfélög á landinu. Þar er fólk sem fannst ekki nóg að leika keramiker án þess að nokkur sæi til. Á www.leiklist.is geturðu fundið áhugaleikfélagið í þinni byggð. Kannski er verið að leita að Soffíu frænku og kannski finnst hún í þér. Við hina segi ég: Þú ert ekki bara einhver drullusokkur sem svarar ekki emailum. Þú ert sjálfur alheimurinn, ekki leika neitt minna.Höfundur er leikskáld, sem ritar í tilefni Alþjóðlega leiklistardagsins í dag
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun