Innlent

Skilmálar stangist á við reglur um endurgreiðslu

Ari Brynjólfsson skrifar
Lögfræðiálitið var unnið að beiðni Samtaka iðnaðarins.
Lögfræðiálitið var unnið að beiðni Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/Anton
Samningsskilmálar sem RÚV setur gagnvart sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum stangast á við reglur Creative Europe Media og reglur um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna.

Álitið var gert í kjölfar krafna RÚV um að fá stöðu samframleiðanda í sjónvarpsverkefnum sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda og vegna ákvörðunar RÚV um að fá eignarhlutdeild í verkefnum þegar tekið er tillit til endurgreiðslu framleiðslukostnaðar.

Möguleiki er á því að samningsskilmálar RÚV leiði til þess að kvikmyndaverkefni séu óstyrkhæf. Fram kemur í niðurstöðum lögfræðiálitsins að þegar brotið sé á reglum Creative Europe Media gæti framleiðandi þurft að endurgreiða styrki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×