Innlent

Samorka vill orkupakkann

Sveinn Arnarsson skrifar
Þriðji orkupakkinn mun efla íslenskan orkumarkað að mati Samorku.
Þriðji orkupakkinn mun efla íslenskan orkumarkað að mati Samorku. Vísir/vilhelm
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, styður innleiðingu á þriðja orkupakkanum og telur hann vera til bóta fyrir íslenskan raforkumarkað.

Frá árinu 2003, þegar ný raforkulög tóku gildi, hafa verið innleidd ákvæði tilskipana ESB í orkumálum. Markmiðið var að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Einnig hafa frekari reglur verið settar um raforkumarkaðinn til að verja hag neytenda á markaði.

„Frekari þróun á þessari löggjöf, sem jafnan er nefnd þriðji orkupakkinn, felur í sér aukið sjálfstæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn,“ segir í ályktun Samorku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×