Fótbolti

Enginn Enrique á hliðarlínunni hjá Spáni í gær: Ramos sendi honum kveðju á Twitter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánn vann 2-1 sigur á Noregi á föstudag.
Spánn vann 2-1 sigur á Noregi á föstudag. vísir/getty
Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, var ekki á hliðarlínunni er liðið mætti Möltu í undankeppni EM 2020 á útivelli í gærkvöldi.

Spánverjar sendu út tilkynningu þess efnis skömmu fyrir leikinn og sögðu að þar réðu fjölskyldu ástæður. Það var því aðstoðarþjálfarinn, Robert Moreno, sem stýrði liðinu.

Sergio Ramos, fyrirliði Spánar, sendi kveðju á Enrique fyrir leikinn og sagði að spænska liðið myndi vinna leikinn fyrir stjórann.

„Stjóri. Við erum leiðir að heyra þessar fréttir. Við vonum að þetta snúist við eins fljótt og hægt er. Liðið fylgir þér og við munum vinna leikinn í dag fyrir þig. Við sendum styrk og samstöðu“ skrifaði Ramos á Twitter-síðu sína.







Spænska knattspyrnusambandið óskaði eftir í tilkynningu sinni að borinn yrði virðingu fyrir þessari ákvörðun Enrique og hann yrði ekki ónáðaður.

Það kom þó ekki að sök að Enrique var ekki á hliðarlínunni því Spánverjar lentu í engum vandræðum með Möltu og unnu að endingu, 2-0, með tveimur mörkum frá Alvaro Morata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×