Heimsmeistarinn féll í fyrsta sinn á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 14:30 James Wade var flottur á móti heimsmeistaranum. Getty/ Dean Mouhtaropoulos Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Aðrar íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sjá meira
Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sjá meira