Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 68-90 | Valur tók deildarmeistaratitilinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 23. mars 2019 19:45 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Vilhelm Valur er deildarmeistari í efstu deild kvenna í körfubolta árið 2019. Valsstúlkur tryggðu sér titilinn með sigri á Stjörnunni í spennuleik í Garðabænum. Valskonur komust fljótt yfir og sigurinn val aldrei í hættu. Valsvörnin var frábær frá upphafi en Stjarnan skoraði einungis 3 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins. Sóknarleikur Vals var sömuleiðis frábær og voru þær komnar í 14 stig. Í þessari stöðu 14-3 fyrir Val tók Stjarnan leikhlé en lítið breyttist. Valur hafði yfirhöndina allan fyrsta leikhluta en þær voru að komast í opin þriggjastigaskot og sniðskot, bæði úr uppstiltum sóknum og hraðaupphlaupum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-11 fyrir Val. Þrátt fyrir tilfinningarússíbana á Valsbekknum vann Valur annan leikhluta með einu stigi. Valskonur byrjuðu leikhlutann eins og þær enduðu fyrsta og náðu forystunni mest upp í 23 stig. Garðbæingarnir voru að komast í betri færi en í fyrsta leikhluta en voru alls ekki að nýta færin sín. Meiri segja þegar Simona Podesdova leikmaður Vals fékk óíþróttamannslega villu fyrir olnboga þá klúðruðust vítin hjá Stjörnunni bara. Forysta Vals fór í öðrum leikhluta aldrei yfir 22 stig en eftir að Valur komst í stöðuna 42-20 tóku Stjarnan 10-0 áhlaup. Danielle Rodriquez 6 af stigunum 10 og átti sinn besta kafla í leiknum. Eitt af stigunun 10 var víti eftir tæknivillu sem Darri Freyr Atlason þjálfari Vals fékk dæmda á sig fyrir að góla eitthvað inn á völlinn. Eftir áhlaupið tók Darri leikhlé og róaði mannskapinn, Stjarnan náðu ekki að nýta sér áhlaupið almennilega en Valur kláraði leikhlutann miklu betur. Staðan í hálfleik var 32-48 fyrir Val. Í seinni hálfleik reyndu Stjarnan smá að bíta frá sér en alltaf þegar Stjarnan tóku eitt skref fram tók Valur tvö skref fram. Leikurinn var eiginlega búinn með rúmt korter eftir en Valsliðið var bara miklu betra í þessum leik. Lokastaða var 68-90 en Valur komst mest yfir í leiknum með 29 stigum áður en Stjarnan náði áhlaupi í lokin. Af hverju vann Valur? Þær voru bara númeri of stórar fyrir Stjörnuna í dag. Það er ástæða fyrir að þetta Valslið er ekki búið að tapa í 17 leikjum í röð og þær minntu á það í dag. Hverjar stóðu upp úr? Heather Butler var gjörsamlega geggjuð sóknarlega og skilaði 28 stigum ásamt 6 fráköstum, 4 stolnum boltum og 5 stoðsendingum. Helena Sverrisdóttir og Simona Podesvova eru ill viðráðanlegar í teignum fyrir andstæðinga Vals. Þær safna fráköstum eins, setja sóknarmenn hins liðsins oftast í mjög erfið skot þrátt fyrir að verja ekki endilega skotin og svo eru þær mjög hættulegar þegar þær fá boltann í teignum. Best í liði Stjörnunnar í dag var eflaust Veronika Dzhikova, hún var að hitta vel og var líka ágæt í að búa til fyrir liðsfélaga sína. Hún var svo sem svipað slæm og liðsfélagar sínir varnarlega í leiknum en allt liðið átti bara lélegan dag þeim megin. Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var á köflum eins og að horfa á lið í 1. deild. Þegar að Valur vildi sniðskot þá bara gáfu þær boltann inn í teig og náðu sér í sniðskot eða fengu víti. Nýtingin fyrir utan hjá Stjörnunni var alls ekki nægilega góð í dag. Þær áttu nokkra ágætis kafla þar sem fengu opin skot en settu engin ofan í. Ef þær hefðu sett nokkur auka skot í fyrri hálfleik hefði þetta kannski getað verið spennandi leikur í seinni hálfleik. Tölfræði sem vekur athygli: 57% - Þriggja stiga nýting Vals í leiknum. Þetta er náttúrulega bara frábær nýting hjá Val en boltinn gekk vel svo þetta voru mestmegnis opin skot. 45% - Vítanýting Stjörnunnar í leiknum. Það er alltaf rosalega erfitt með vinna leik á móti góðum liðum þegar maður kastar frá sér svona mikið af stigum af vítalínunni. 9 - Villur sem Heather Butler leikmaður Vals fiskaði í leiknum en Stjarnan var að pressa allan völlinn mest allan leikinn og brutu oft á Heather á leiðinni upp völlinn. Þetta hjálpaði þeim ekki þar sem Valur komst oft í bónus snemma í leikhlutum. Hvað gerist næst? Valur tekur á móti deildarmeistaratitlinum eftir leikinn á móti Snæfell á þriðjudaginn. Stjarnan heimsækir fallið Blikalið á þriðjudaginn í þeirra síðasta leik í deildarkeppnina. Svo er úrslitakeppnin bara rétt handan við hornið. Darri:Við erum með fullt af klárum leikmönnum„Þetta er dálítið skrítin tilfinning. Þetta er ekki alveg komið þar sem maður er ekki kominn með neitt í hendurnar. Ég er auðvitað bara ánægður með að vinna þennan leik og svo hlakkar mig auðvitað bara til að taka á móti dollunni með sigri á móti Snæfell á þriðjudaginn,” sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Vals eftir leikinn. Stjarnan var að mæta Val ofarlega á vellinum varnarlega og reyna að neyða þær í að gera mistök. Það gekk ekki alveg nægilega vel hjá Stjörnunni en deildarmeistararnir náðu að stýra tempóinu í leiknum mjög vel. „Þær voru að spila vörn á móti okkur allan völlinn eiginlega allan leikinn. Það opnar völlinn alveg rosalega fyrir okkur. Ef við ráðum við tempóið þá getum við fundið fullt af auðveldum skotum þar sem við erum með fullt af klárum leikmönnum. Mér finnst það skilja á milli í byrjun leiks.” Darri fékk tæknivillu í öðrum leikhluta fyrir eitthvað kjaftbrúk. Hann var samt ekkert að hafa áhyggjur af því eftir leikinn. „Ég man ekki einu sinni hvað gerðist.” Þetta er annað tímabil Darra sem þjálfari í efstu deild. Fyrsta tímabilið gekk vel en tímabil númer tvö er búið að ganga frábærlega en Valsliðið er búið að vinna fyrstu tvo titlana sem eru í boði. Aðspurður hvort hann hafi bætt sig eitthvað sérstaklega sem þjálfari var hann þó ekki með nein svör. „Verður maður ekki bara að leyfa öðrum að dæma um það bara? Ég veit það allavega ekki.” Hversu spenntur ert þú sem þjálfari fyrir úrslitakeppninni? „Ég er bara mjög spenntur. Það er frábært að fara inn með heimaleikjarétt og liðið búið að vinna svona marga leiki í röð. Við klárum þennan leik á móti Snæfell svo við förum á blússandi siglingu inn í úrslitakeppnina. Við erum mjög spenntar og með mjög skýr markmið.” Pétur:Fór eiginlega allt úrskeiðis„Það fór eiginlega bara allt saman úrskeiðis. Varnarlega vorum við ekki nógu góð. Þær gengu bara á lagið og svínhittu bara. Þær voru með svakalega þriggja stiga nýtingu. Þær settu tóninn strax og þá er erfitt að ná sér tilbaka á móti svona góðu liði,” sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik dagsins. Stjarnan byrjaði alla leikhlutana mjög illa en Valur tók áhlaup í upphafi allra leikhluta leiksins. Pétur var samt ekkert að hafa áhyggjur af því. „Ég er ekkert sérstaklega að spá í því.” Valur komst yfir með 10 stigum á fyrstu fimm mínútum leiksins og voru eftir það alltaf yfir með meira en 10 stigum. Pétur var ekki nægilega ánægður með varnarleikinn í upphafi. „Þær voru aggressívari en við. Þær gengu alveg á vaðið í restina og svínhittu. Við náðum aldrei neinu góðu áhlaupi.” Eftir leiki dagsins er staðreynd að Stjarnan endar í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár. Pétur er spenntur fyrir úrslitakeppninni en vill að liðið klári síðasta leik tímabilsins. „Mjög spenntur fyrir úrslitakeppninni. Við ætlum að byrja að undirbúa það strax í kvöld. Nú byrjar bara nýtt mót. Við eigum bara einn leik eftir við klárum hann og komum síðan inn í úrslitakeppnina af fullri hörku.” Helena: Viðhorfið frábært frá fyrsta degi„Ég er mjög ánægð með þetta. Þetta varð að markmiði eftir því sem leið á tímabilið svo það er geggjað að vera búnar að klára þetta en eiga samt einn leik eftir,” sagði Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals eftir að tryggja sér titilinn. Helena kom inn í Valsliðið á gluggadeginum, 15. október. Hún segist hafa verið fljót að átta að sig á því að þetta lið gæti náð langt. „Ég vissi náttúrulega alveg hvað ég var að fara inn í. Ég var að fara inn í drullu gott lið með frábæran þjálfara. Viðhorfið hjá öllum frá fyrsta degi er búið að vera mjög gott. Við áttuðum okkur mjög fljótlega á því að við gætum gert eitthvað sérstakt.” Þið eruð mjög fljótar að búa til stóra forystu, hvað voru aðalatriðin í að komast svona hratt yfir? „Við vorum að spila flotta liðsvörn. Þær byggja náttúrulega sína sókn bara á því að sami leikmaðurinn er með boltann 90% af tímanum þannig að það þarf að gera ákveðna hluti til að hægja á henni og loka síðan á skotmönnunum. Við gerðum mjög vel varnarlega og svo var sóknin bara að malla með.” Var eitthvað sem þið hefðuð getað gert betur í leiknum? „Það er aldrei fullkominn leikur. Manni líður alltaf eins og maður geti bætt sig og við notum upptökuna af þessum leik auðvitað bara til að læra af honum. Við gáfum þeim kannski aðeins of mikið af opnum skotum. “ Það er enn óvíst hvort Valur fái KR eða Snæfell í fyrstu umferð. Helenu er alveg sama hvort liðið hún fær samt og ætlar að einbeita sér að sínum leik. „Mér er eiginlega alveg sama. Það kemur eiginlega bara í ljós ég veit ekki alveg hvernig leikirnir í dag fóru.Það er enginn óskamótherji maður er bara tilbúinn í hvað sem er.” Dominos-deild kvenna
Valur er deildarmeistari í efstu deild kvenna í körfubolta árið 2019. Valsstúlkur tryggðu sér titilinn með sigri á Stjörnunni í spennuleik í Garðabænum. Valskonur komust fljótt yfir og sigurinn val aldrei í hættu. Valsvörnin var frábær frá upphafi en Stjarnan skoraði einungis 3 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins. Sóknarleikur Vals var sömuleiðis frábær og voru þær komnar í 14 stig. Í þessari stöðu 14-3 fyrir Val tók Stjarnan leikhlé en lítið breyttist. Valur hafði yfirhöndina allan fyrsta leikhluta en þær voru að komast í opin þriggjastigaskot og sniðskot, bæði úr uppstiltum sóknum og hraðaupphlaupum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-11 fyrir Val. Þrátt fyrir tilfinningarússíbana á Valsbekknum vann Valur annan leikhluta með einu stigi. Valskonur byrjuðu leikhlutann eins og þær enduðu fyrsta og náðu forystunni mest upp í 23 stig. Garðbæingarnir voru að komast í betri færi en í fyrsta leikhluta en voru alls ekki að nýta færin sín. Meiri segja þegar Simona Podesdova leikmaður Vals fékk óíþróttamannslega villu fyrir olnboga þá klúðruðust vítin hjá Stjörnunni bara. Forysta Vals fór í öðrum leikhluta aldrei yfir 22 stig en eftir að Valur komst í stöðuna 42-20 tóku Stjarnan 10-0 áhlaup. Danielle Rodriquez 6 af stigunum 10 og átti sinn besta kafla í leiknum. Eitt af stigunun 10 var víti eftir tæknivillu sem Darri Freyr Atlason þjálfari Vals fékk dæmda á sig fyrir að góla eitthvað inn á völlinn. Eftir áhlaupið tók Darri leikhlé og róaði mannskapinn, Stjarnan náðu ekki að nýta sér áhlaupið almennilega en Valur kláraði leikhlutann miklu betur. Staðan í hálfleik var 32-48 fyrir Val. Í seinni hálfleik reyndu Stjarnan smá að bíta frá sér en alltaf þegar Stjarnan tóku eitt skref fram tók Valur tvö skref fram. Leikurinn var eiginlega búinn með rúmt korter eftir en Valsliðið var bara miklu betra í þessum leik. Lokastaða var 68-90 en Valur komst mest yfir í leiknum með 29 stigum áður en Stjarnan náði áhlaupi í lokin. Af hverju vann Valur? Þær voru bara númeri of stórar fyrir Stjörnuna í dag. Það er ástæða fyrir að þetta Valslið er ekki búið að tapa í 17 leikjum í röð og þær minntu á það í dag. Hverjar stóðu upp úr? Heather Butler var gjörsamlega geggjuð sóknarlega og skilaði 28 stigum ásamt 6 fráköstum, 4 stolnum boltum og 5 stoðsendingum. Helena Sverrisdóttir og Simona Podesvova eru ill viðráðanlegar í teignum fyrir andstæðinga Vals. Þær safna fráköstum eins, setja sóknarmenn hins liðsins oftast í mjög erfið skot þrátt fyrir að verja ekki endilega skotin og svo eru þær mjög hættulegar þegar þær fá boltann í teignum. Best í liði Stjörnunnar í dag var eflaust Veronika Dzhikova, hún var að hitta vel og var líka ágæt í að búa til fyrir liðsfélaga sína. Hún var svo sem svipað slæm og liðsfélagar sínir varnarlega í leiknum en allt liðið átti bara lélegan dag þeim megin. Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var á köflum eins og að horfa á lið í 1. deild. Þegar að Valur vildi sniðskot þá bara gáfu þær boltann inn í teig og náðu sér í sniðskot eða fengu víti. Nýtingin fyrir utan hjá Stjörnunni var alls ekki nægilega góð í dag. Þær áttu nokkra ágætis kafla þar sem fengu opin skot en settu engin ofan í. Ef þær hefðu sett nokkur auka skot í fyrri hálfleik hefði þetta kannski getað verið spennandi leikur í seinni hálfleik. Tölfræði sem vekur athygli: 57% - Þriggja stiga nýting Vals í leiknum. Þetta er náttúrulega bara frábær nýting hjá Val en boltinn gekk vel svo þetta voru mestmegnis opin skot. 45% - Vítanýting Stjörnunnar í leiknum. Það er alltaf rosalega erfitt með vinna leik á móti góðum liðum þegar maður kastar frá sér svona mikið af stigum af vítalínunni. 9 - Villur sem Heather Butler leikmaður Vals fiskaði í leiknum en Stjarnan var að pressa allan völlinn mest allan leikinn og brutu oft á Heather á leiðinni upp völlinn. Þetta hjálpaði þeim ekki þar sem Valur komst oft í bónus snemma í leikhlutum. Hvað gerist næst? Valur tekur á móti deildarmeistaratitlinum eftir leikinn á móti Snæfell á þriðjudaginn. Stjarnan heimsækir fallið Blikalið á þriðjudaginn í þeirra síðasta leik í deildarkeppnina. Svo er úrslitakeppnin bara rétt handan við hornið. Darri:Við erum með fullt af klárum leikmönnum„Þetta er dálítið skrítin tilfinning. Þetta er ekki alveg komið þar sem maður er ekki kominn með neitt í hendurnar. Ég er auðvitað bara ánægður með að vinna þennan leik og svo hlakkar mig auðvitað bara til að taka á móti dollunni með sigri á móti Snæfell á þriðjudaginn,” sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Vals eftir leikinn. Stjarnan var að mæta Val ofarlega á vellinum varnarlega og reyna að neyða þær í að gera mistök. Það gekk ekki alveg nægilega vel hjá Stjörnunni en deildarmeistararnir náðu að stýra tempóinu í leiknum mjög vel. „Þær voru að spila vörn á móti okkur allan völlinn eiginlega allan leikinn. Það opnar völlinn alveg rosalega fyrir okkur. Ef við ráðum við tempóið þá getum við fundið fullt af auðveldum skotum þar sem við erum með fullt af klárum leikmönnum. Mér finnst það skilja á milli í byrjun leiks.” Darri fékk tæknivillu í öðrum leikhluta fyrir eitthvað kjaftbrúk. Hann var samt ekkert að hafa áhyggjur af því eftir leikinn. „Ég man ekki einu sinni hvað gerðist.” Þetta er annað tímabil Darra sem þjálfari í efstu deild. Fyrsta tímabilið gekk vel en tímabil númer tvö er búið að ganga frábærlega en Valsliðið er búið að vinna fyrstu tvo titlana sem eru í boði. Aðspurður hvort hann hafi bætt sig eitthvað sérstaklega sem þjálfari var hann þó ekki með nein svör. „Verður maður ekki bara að leyfa öðrum að dæma um það bara? Ég veit það allavega ekki.” Hversu spenntur ert þú sem þjálfari fyrir úrslitakeppninni? „Ég er bara mjög spenntur. Það er frábært að fara inn með heimaleikjarétt og liðið búið að vinna svona marga leiki í röð. Við klárum þennan leik á móti Snæfell svo við förum á blússandi siglingu inn í úrslitakeppnina. Við erum mjög spenntar og með mjög skýr markmið.” Pétur:Fór eiginlega allt úrskeiðis„Það fór eiginlega bara allt saman úrskeiðis. Varnarlega vorum við ekki nógu góð. Þær gengu bara á lagið og svínhittu bara. Þær voru með svakalega þriggja stiga nýtingu. Þær settu tóninn strax og þá er erfitt að ná sér tilbaka á móti svona góðu liði,” sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik dagsins. Stjarnan byrjaði alla leikhlutana mjög illa en Valur tók áhlaup í upphafi allra leikhluta leiksins. Pétur var samt ekkert að hafa áhyggjur af því. „Ég er ekkert sérstaklega að spá í því.” Valur komst yfir með 10 stigum á fyrstu fimm mínútum leiksins og voru eftir það alltaf yfir með meira en 10 stigum. Pétur var ekki nægilega ánægður með varnarleikinn í upphafi. „Þær voru aggressívari en við. Þær gengu alveg á vaðið í restina og svínhittu. Við náðum aldrei neinu góðu áhlaupi.” Eftir leiki dagsins er staðreynd að Stjarnan endar í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár. Pétur er spenntur fyrir úrslitakeppninni en vill að liðið klári síðasta leik tímabilsins. „Mjög spenntur fyrir úrslitakeppninni. Við ætlum að byrja að undirbúa það strax í kvöld. Nú byrjar bara nýtt mót. Við eigum bara einn leik eftir við klárum hann og komum síðan inn í úrslitakeppnina af fullri hörku.” Helena: Viðhorfið frábært frá fyrsta degi„Ég er mjög ánægð með þetta. Þetta varð að markmiði eftir því sem leið á tímabilið svo það er geggjað að vera búnar að klára þetta en eiga samt einn leik eftir,” sagði Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals eftir að tryggja sér titilinn. Helena kom inn í Valsliðið á gluggadeginum, 15. október. Hún segist hafa verið fljót að átta að sig á því að þetta lið gæti náð langt. „Ég vissi náttúrulega alveg hvað ég var að fara inn í. Ég var að fara inn í drullu gott lið með frábæran þjálfara. Viðhorfið hjá öllum frá fyrsta degi er búið að vera mjög gott. Við áttuðum okkur mjög fljótlega á því að við gætum gert eitthvað sérstakt.” Þið eruð mjög fljótar að búa til stóra forystu, hvað voru aðalatriðin í að komast svona hratt yfir? „Við vorum að spila flotta liðsvörn. Þær byggja náttúrulega sína sókn bara á því að sami leikmaðurinn er með boltann 90% af tímanum þannig að það þarf að gera ákveðna hluti til að hægja á henni og loka síðan á skotmönnunum. Við gerðum mjög vel varnarlega og svo var sóknin bara að malla með.” Var eitthvað sem þið hefðuð getað gert betur í leiknum? „Það er aldrei fullkominn leikur. Manni líður alltaf eins og maður geti bætt sig og við notum upptökuna af þessum leik auðvitað bara til að læra af honum. Við gáfum þeim kannski aðeins of mikið af opnum skotum. “ Það er enn óvíst hvort Valur fái KR eða Snæfell í fyrstu umferð. Helenu er alveg sama hvort liðið hún fær samt og ætlar að einbeita sér að sínum leik. „Mér er eiginlega alveg sama. Það kemur eiginlega bara í ljós ég veit ekki alveg hvernig leikirnir í dag fóru.Það er enginn óskamótherji maður er bara tilbúinn í hvað sem er.”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti