Ástralir undirbúa sig undir tvo fellibylji á sama tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 10:52 Gervihnattamynd sem sýnir fellibylinn Trevor nálgast Queensland í norður Ástralíu. Gert er ráð fyrir að tveir fellibyljir, Trevor og Veronica, muni valda miklu tjóni á norður- og norðvesturströnd Ástralíu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn síðan mælingar hófust sem tveir fellibyljir skella á landinu á sama tíma. Þúsundir Ástrala hafa yfirgefið heimili sín vegna byljanna tveggja. Fellibylurinn Trevor skall á norðurströnd landsins í morgun. Við komu til landsins var Trevor skilgreindir sem stormur í fjórða flokki. Honum fylgdi hellidemba og vindar sem náðu allt upp í 250 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 70 metrum á sekúndu. Stuttu eftir landtöku var Trevor færður niður í þriðja flokks storm en yfirvöld hafa ítrekað að enn geti stafað mikil hætta af honum, þar sem mikil flóð gætu fylgt honum. Talið er að regnið sem fylgir bylnum jafngildi því sem alla jafna rignir á einu ári í Ástralíu. Fólk sem býr á þeim slóðum sem gert er ráð fyrir að Trevor fari yfir hefur verið flutt á öruggan stað og býr nú í tjaldbúðum í bæjunum Darwin og Katherine.Veronica skellur á seinna um helgina Gert er ráð fyrir að hinn fellibylurinn, Veronica, taki land á norðvesturströnd Ástralíu seint í dag eða snemma á morgun. Búist er við að bylurinn komi til með að hafa snarpar vindhviður í för með sér og sérfræðingar óttast að veðurofsinn muni hafa „alvarleg áhrif.“Severe Tropical Cyclone Veronica remains a Category 4 system and is slowly tracking towards the coast. A severe impact for the Pilbara coast is likely from later Saturday afternoon and on Sunday. #CycloneVeronicahttps://t.co/B1MVXBYXhhpic.twitter.com/m0P0zaEV2B — Bureau of Meteorology, Western Australia (@BOM_WA) March 22, 2019 Á námubænum Port Headland, þar sem talið er að Veronica muni fara fyrst yfir, eru hillur stórmarkaða tómar þar sem íbúar hafa hamstrað mat til að undirbúa sig undir inniveru næstu dagana. Camilo Blanco, bæjarstjóri bæjarins hefur þegar varað íbúa við „þessum hrikalega veðuratburði“ og hafa margir brugðið á það ráð að stafla sandpokum upp fyrir utan heimili sín til að verja þau. „Bindið niður eigur ykkar í garðinum, farið í næsta hús og athugið hvort nágrannar ykkar séu undirbúnir,“ er haft eftir Blanco. Ástralía Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tveir fellibyljir, Trevor og Veronica, muni valda miklu tjóni á norður- og norðvesturströnd Ástralíu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn síðan mælingar hófust sem tveir fellibyljir skella á landinu á sama tíma. Þúsundir Ástrala hafa yfirgefið heimili sín vegna byljanna tveggja. Fellibylurinn Trevor skall á norðurströnd landsins í morgun. Við komu til landsins var Trevor skilgreindir sem stormur í fjórða flokki. Honum fylgdi hellidemba og vindar sem náðu allt upp í 250 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 70 metrum á sekúndu. Stuttu eftir landtöku var Trevor færður niður í þriðja flokks storm en yfirvöld hafa ítrekað að enn geti stafað mikil hætta af honum, þar sem mikil flóð gætu fylgt honum. Talið er að regnið sem fylgir bylnum jafngildi því sem alla jafna rignir á einu ári í Ástralíu. Fólk sem býr á þeim slóðum sem gert er ráð fyrir að Trevor fari yfir hefur verið flutt á öruggan stað og býr nú í tjaldbúðum í bæjunum Darwin og Katherine.Veronica skellur á seinna um helgina Gert er ráð fyrir að hinn fellibylurinn, Veronica, taki land á norðvesturströnd Ástralíu seint í dag eða snemma á morgun. Búist er við að bylurinn komi til með að hafa snarpar vindhviður í för með sér og sérfræðingar óttast að veðurofsinn muni hafa „alvarleg áhrif.“Severe Tropical Cyclone Veronica remains a Category 4 system and is slowly tracking towards the coast. A severe impact for the Pilbara coast is likely from later Saturday afternoon and on Sunday. #CycloneVeronicahttps://t.co/B1MVXBYXhhpic.twitter.com/m0P0zaEV2B — Bureau of Meteorology, Western Australia (@BOM_WA) March 22, 2019 Á námubænum Port Headland, þar sem talið er að Veronica muni fara fyrst yfir, eru hillur stórmarkaða tómar þar sem íbúar hafa hamstrað mat til að undirbúa sig undir inniveru næstu dagana. Camilo Blanco, bæjarstjóri bæjarins hefur þegar varað íbúa við „þessum hrikalega veðuratburði“ og hafa margir brugðið á það ráð að stafla sandpokum upp fyrir utan heimili sín til að verja þau. „Bindið niður eigur ykkar í garðinum, farið í næsta hús og athugið hvort nágrannar ykkar séu undirbúnir,“ er haft eftir Blanco.
Ástralía Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira