Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2019 21:29 Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri við Eyjafjörð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Myndlist Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Myndlist Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira