Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 10:15 Ilhan Omar (í forgrunni), Alexandria Ocasio-Cortez (t.v. í bakgrunni) og Rashida Tlaib (t.h. í bakgrunni). Forsetinn leggur til að þær yfirgefi Bandaríkin. Vísir/EPA Leiðtogar Demókrataflokksins deila nú hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rasískra ummæla hans um að fjórar frjálslyndar þingkonur flokksins ættu fara frá Bandaríkjunum. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að forsetinn vilji gera „Bandaríkin hvít aftur“. Repúblikanar hafa að mestu þagað þunnu hljóði. Þó að Trump nefndi ekki frjálslyndu þingkonur Demókrataflokksins á nafn þykir ljóst að hann hafi átt við þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Ayönnu Pressley, Rashidu Tlaib og Ilhan Omar. Tísti forsetinn að þær ættu að snúa aftur til „brotinna og glæpaplagaðra“ heimalanda sinna þrátt fyrir að þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum og þær séu allar bandarískir borgarar. Aðeins Omar er fædd utan Bandaríkjanna, í Sómalíu. „Þegar Donald Trump segir fjórum bandarískum þingkonum að fara aftur til landa sinna staðfestir hann að áætlun hans um að „Gera Bandaríkin mikil aftur“ hefur alltaf snúist um að gera Bandaríkin hvít aftur,“ tísti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í þinginu.When @realDonaldTrump tells four American Congresswomen to go back to their countries, he reaffirms his plan to “Make America Great Again” has always been about making America white again.Our diversity is our strength and our unity is our power. https://t.co/ODqqHneyES— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) July 14, 2019 Pelosi hefur átt í nokkrum deilum við frjálslyndari arm þingflokks síns þar sem þingkonurnar fjórar eru framarlega í flokki. Talið er að Trump hafi ætlað að ala enn á sundrung í röðum demókrata með tístum sínum. Ocasio-Cortez svaraði forsetanum á Twitter og fordæmdi ummæli hans. Sagði hún Trump ekki getað ímyndað sér Bandaríkin þar sem fólk eins og hún og flokkssystur hennar séu hluti þjóðarinnar. Tlaib kallaði eftir því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot og Omar sakaði forsetann um að ala á hvítri þjóðernishyggju. „Þú ert reiður yfir því að fólk eins og við þjónum á þingi og berjumst gegn hatursfullri stefnu þinni,“ tísti Omar.You are stoking white nationalism bc you are angry that people like us are serving in Congress and fighting against your hate-filled agenda. “America's answer to the intolerant man is diversity, the very diversity which our heritage of religious freedom has inspired.” -RFK— Ilhan Omar (@IlhanMN) July 14, 2019 Nokkrir forsetaframbjóðendur flokksins hikuðu ekki við að kalla ummæli forsetans rasísk, þar á meðal Elizabeth Warren og Beto O‘Rourke. „Tölum enga tæpitungu um hvað þessi fyrirlitlegu ummæli eru: rasísk og útlendingafælin árás á þingkonur demókrata,“ tísti Warren. AP-fréttastofan segir að fáir repúblikanar hafi viljað lýsa skoðun á ummælum forsetans. Þannig hafi Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki svarað beiðni um viðtal. Washington Post segir að sumir þingmenn flokksins sem hafi stundum mótmælt svæsnustu yfirlýsingum forsetans hafi ekki látið í sér heyra nú.Let's be clear about what this vile comment is: A racist and xenophobic attack on Democratic congresswomen. This *is* their country, regardless of whether or not Trump realizes it. They should be treated with respect. As president, I'll make sure of it. https://t.co/WupieDquLA— Elizabeth Warren (@ewarren) July 14, 2019 Kom sér á framfæri með rasískri samsæriskenningu Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump lætur skína í kynþáttahyggju sína. Stjórnmálaframi hans hófst með rasískri samsæriskenningu um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og þar með ekki lögmætur forseti. Á 9. áratugnum keypti Trump heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til að krefjast dauðarefsingar yfir svörtum táningum sem voru sakaðir um að nauðga skokkara í Miðgarði í New York. Síðar kom í ljós að þeir höfðu verið þvingaðir til að játa á sig glæpinn. Trump hefur neitað að biðjast afsökunar á framferði sínu í því máli. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Trump Mexíkóum almennt sem nauðgurum og glæpamönnum. Þá er hann sagður hafa lýst nokkrum Afríkuríkjum sem „skítalöndum“ á fundi með þingmönnum. Í kjöfar samkomu hvítra þjóðernissinna, Kú Klúx Klan-liða og nýnasista í Charlottesville í Virginíu sumarið 2017 fullyrti Trump að „mjög fínt fólk“ hafi verið bæði í hópi þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Það gerði forsetinn þrátt fyrir að nýnasisti hefði ekið bíl sínum inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést og fjöldi fólks særðist.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Leiðtogar Demókrataflokksins deila nú hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rasískra ummæla hans um að fjórar frjálslyndar þingkonur flokksins ættu fara frá Bandaríkjunum. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að forsetinn vilji gera „Bandaríkin hvít aftur“. Repúblikanar hafa að mestu þagað þunnu hljóði. Þó að Trump nefndi ekki frjálslyndu þingkonur Demókrataflokksins á nafn þykir ljóst að hann hafi átt við þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Ayönnu Pressley, Rashidu Tlaib og Ilhan Omar. Tísti forsetinn að þær ættu að snúa aftur til „brotinna og glæpaplagaðra“ heimalanda sinna þrátt fyrir að þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum og þær séu allar bandarískir borgarar. Aðeins Omar er fædd utan Bandaríkjanna, í Sómalíu. „Þegar Donald Trump segir fjórum bandarískum þingkonum að fara aftur til landa sinna staðfestir hann að áætlun hans um að „Gera Bandaríkin mikil aftur“ hefur alltaf snúist um að gera Bandaríkin hvít aftur,“ tísti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í þinginu.When @realDonaldTrump tells four American Congresswomen to go back to their countries, he reaffirms his plan to “Make America Great Again” has always been about making America white again.Our diversity is our strength and our unity is our power. https://t.co/ODqqHneyES— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) July 14, 2019 Pelosi hefur átt í nokkrum deilum við frjálslyndari arm þingflokks síns þar sem þingkonurnar fjórar eru framarlega í flokki. Talið er að Trump hafi ætlað að ala enn á sundrung í röðum demókrata með tístum sínum. Ocasio-Cortez svaraði forsetanum á Twitter og fordæmdi ummæli hans. Sagði hún Trump ekki getað ímyndað sér Bandaríkin þar sem fólk eins og hún og flokkssystur hennar séu hluti þjóðarinnar. Tlaib kallaði eftir því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot og Omar sakaði forsetann um að ala á hvítri þjóðernishyggju. „Þú ert reiður yfir því að fólk eins og við þjónum á þingi og berjumst gegn hatursfullri stefnu þinni,“ tísti Omar.You are stoking white nationalism bc you are angry that people like us are serving in Congress and fighting against your hate-filled agenda. “America's answer to the intolerant man is diversity, the very diversity which our heritage of religious freedom has inspired.” -RFK— Ilhan Omar (@IlhanMN) July 14, 2019 Nokkrir forsetaframbjóðendur flokksins hikuðu ekki við að kalla ummæli forsetans rasísk, þar á meðal Elizabeth Warren og Beto O‘Rourke. „Tölum enga tæpitungu um hvað þessi fyrirlitlegu ummæli eru: rasísk og útlendingafælin árás á þingkonur demókrata,“ tísti Warren. AP-fréttastofan segir að fáir repúblikanar hafi viljað lýsa skoðun á ummælum forsetans. Þannig hafi Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki svarað beiðni um viðtal. Washington Post segir að sumir þingmenn flokksins sem hafi stundum mótmælt svæsnustu yfirlýsingum forsetans hafi ekki látið í sér heyra nú.Let's be clear about what this vile comment is: A racist and xenophobic attack on Democratic congresswomen. This *is* their country, regardless of whether or not Trump realizes it. They should be treated with respect. As president, I'll make sure of it. https://t.co/WupieDquLA— Elizabeth Warren (@ewarren) July 14, 2019 Kom sér á framfæri með rasískri samsæriskenningu Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump lætur skína í kynþáttahyggju sína. Stjórnmálaframi hans hófst með rasískri samsæriskenningu um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og þar með ekki lögmætur forseti. Á 9. áratugnum keypti Trump heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til að krefjast dauðarefsingar yfir svörtum táningum sem voru sakaðir um að nauðga skokkara í Miðgarði í New York. Síðar kom í ljós að þeir höfðu verið þvingaðir til að játa á sig glæpinn. Trump hefur neitað að biðjast afsökunar á framferði sínu í því máli. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Trump Mexíkóum almennt sem nauðgurum og glæpamönnum. Þá er hann sagður hafa lýst nokkrum Afríkuríkjum sem „skítalöndum“ á fundi með þingmönnum. Í kjöfar samkomu hvítra þjóðernissinna, Kú Klúx Klan-liða og nýnasista í Charlottesville í Virginíu sumarið 2017 fullyrti Trump að „mjög fínt fólk“ hafi verið bæði í hópi þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Það gerði forsetinn þrátt fyrir að nýnasisti hefði ekið bíl sínum inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést og fjöldi fólks særðist.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00