Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 11:38 Avigdor Liberman er í kjörstöðu eftir kosningarnar. Hér er hann að kjósa með eiginkonu sinni, Ellu. AP/Tsafrir Abayov Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október. Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október.
Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38
Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00
Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01