Dauðsföllum vegna mislinga fer fjölgandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 23:17 Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. EPA/LYNN BO BO Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira