Alexander: Mikil áskorun að spila aftur fyrir landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2019 11:30 Alexander eftir leik á ÓL í Peking árið 2008. Hann vill spila með Íslandi á ÓL í Japan árið 2020. vísir/vilhelm Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53