Fjárlög næsta árs á einni mínútu Bryndís Haraldsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:45 Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020. Öguð hagstjórn og langtímastöðugleiki er hagsmunamál allra. Helstu áherslur fjárlaganna nú er að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu, og það getum við með þann fjárhagslega styrk sem við höfum skapað með aga og góðum árangri undanfarin ár. Við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og eflt grunnþjónustu ríkisins. Matsfyrirtæki hafa staðfest þennan góða árangur með hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Hvergi hafa skuldir lækkað jafn hratt og á Íslandi. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur hagkerfisins mikill.Skattalækkanir og innviðauppbygging Á næsta ári lækka skattar á einstaklinga og fyrirtæki. Skattalækkanir sem eru mikilvægt súrefni fyrir hagkerfið. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um allt að 120 þúsund á ári, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Tryggingargjaldið heldur áfram að lækka og mun lækka um 4,2 milljarða á næsta ári, en það jafnast á við um 450 ný störf. Í stjórnarsáttmálanum er lögð rík áhersla á nýsköpun. Nýsköpunarstefna hefur litið dagsins ljós, skattar á hugverk hafa lækkað, endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar hækkað og á næsta ára tekur til starfa nýr hvatasjóður fyrir nýsköpunardrifið frumkvöðlastarf. Sjóðnum Kríu er ætlað að tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Mikið átak hefur verið í samgöngumálum og átakið heldur áfram. Nú með enn auknu fé sérstaklega til umferðaröryggismála. Áfram er kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila og uppbygging Landspítala heldur áfram. Leitar og björgunarþjónusta Landhelgisgæslunnar er stórbætt með fjárfestingu í nýjum þyrlum. Loks má nefna að aldrei hafi eins miklum fjármunum verið varið til umhverfismála og nú, m.a. til að fylgja eftir markvissri aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Hagstjórn síðustu ára hefur skapað svigrúm til vaxtalækkana nú þegar hægir á í hagkerfinu, sem er mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu. Fjárlög næsta árs stuðla að stöðuleika og bæta lífskjör almennings og slík fjárlög eru góð fjárlög.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Bryndís Haraldsdóttir Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020. Öguð hagstjórn og langtímastöðugleiki er hagsmunamál allra. Helstu áherslur fjárlaganna nú er að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu, og það getum við með þann fjárhagslega styrk sem við höfum skapað með aga og góðum árangri undanfarin ár. Við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og eflt grunnþjónustu ríkisins. Matsfyrirtæki hafa staðfest þennan góða árangur með hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Hvergi hafa skuldir lækkað jafn hratt og á Íslandi. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur hagkerfisins mikill.Skattalækkanir og innviðauppbygging Á næsta ári lækka skattar á einstaklinga og fyrirtæki. Skattalækkanir sem eru mikilvægt súrefni fyrir hagkerfið. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um allt að 120 þúsund á ári, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Tryggingargjaldið heldur áfram að lækka og mun lækka um 4,2 milljarða á næsta ári, en það jafnast á við um 450 ný störf. Í stjórnarsáttmálanum er lögð rík áhersla á nýsköpun. Nýsköpunarstefna hefur litið dagsins ljós, skattar á hugverk hafa lækkað, endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar hækkað og á næsta ára tekur til starfa nýr hvatasjóður fyrir nýsköpunardrifið frumkvöðlastarf. Sjóðnum Kríu er ætlað að tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Mikið átak hefur verið í samgöngumálum og átakið heldur áfram. Nú með enn auknu fé sérstaklega til umferðaröryggismála. Áfram er kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila og uppbygging Landspítala heldur áfram. Leitar og björgunarþjónusta Landhelgisgæslunnar er stórbætt með fjárfestingu í nýjum þyrlum. Loks má nefna að aldrei hafi eins miklum fjármunum verið varið til umhverfismála og nú, m.a. til að fylgja eftir markvissri aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Hagstjórn síðustu ára hefur skapað svigrúm til vaxtalækkana nú þegar hægir á í hagkerfinu, sem er mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu. Fjárlög næsta árs stuðla að stöðuleika og bæta lífskjör almennings og slík fjárlög eru góð fjárlög.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar