Tónlist

Bein útsending: Degi íslenskrar tónlistar fagnað og þjóðin velur sitt uppáhalds lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flutt verða þrjú lög í Iðnó í dag og verðlaun veitt.
Flutt verða þrjú lög í Iðnó í dag og verðlaun veitt.

Í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar sem haldin verður hátíðlegur í dag mun Samtón, samtök tónlistarréttahafa, standa fyrir sérstökum leik sem vinnur með nýjan lagabanka íslenskrar tónlistar á Instagram.

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar hvernig hægt sé að taka þátt. En þar velur þjóðin sitt uppáhaldslag og snýst allt um að deila íslenskri tónlist.

Landsmenn eru hvattir til að taka þátt í leiknum en með því eru þau að sýna stuðning í verki. Þar að auki komast þau í pott og eiga möguleika á að vinna nýjan iPhone 11.

Þar að auki verður deginum fagnað í Iðnó þar sem allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 11:20 og dagskráin hefst stundvíslega kl. 11:30 þar sem þrjú sérvalin lög verða flutt ásamt því að veitt verða sérstök heiðurs- og hvatningarverðlaun fyrir mikilvægt og þýðingamikið framlag til íslenskrar tónlistar. Lögin eru Ammæli með Sykurmolunum, Froðan með Geira Sæm og Enginn eins og þú með Auð.

Beina útsendingu Vísis má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.