Dagur sjálfboðaliðans: Sjálfboðaliðastörf á vinnu- og skólatíma? Sólveig Ása B. Tryggvadóttir skrifar 5. desember 2019 08:00 Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun