Lífið

Sjáðu fyrstu stikluna úr Berg­máli Rúnars Rúnars­sonar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla.
Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Mynd/Aðsend
Búið er að birta fyrstu stikluna úr Bergmáli, nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Kvikmyndinni var lýst af Kvikmyndamiðstöðinni sem ljóðrænni kvikmynd um íslenskt samfélag.

Sjá einnig: Bergmál frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno

Myndin gerist í desember, hefst á aðventunni og endar á nýársdag. Kvikmyndin verður frumsýnd á Locorno kvikmyndahátíðinni um miðjan ágúst. Þar mun myndin keppa um Gyllta hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru árlega. 

Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.