Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 13:48 McAdams og Ferrell áttu í örlitlum erfiðleikum með íslenskan framburð og var leikarinn Ari Freyr kallaður til aðstoðar. Vísir/Getty/Hjördís Jónsdóttir Undirbúningur fyrir Eurovision-mynd Will Ferrell stendur sem hæst þessa dagana en í gær fengu aðalleikarar myndarinnar, Farrell og Rachel McAdams, kennslu frá íslenskum leikara í íslenskum framburði. Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, leikari sem búsettur er í London, fékk símtal frá umboðsmanni sínum á mánudagsmorgun sem spurði hvort Ari væri ekki laus á þriðjudag til að hitta bandaríska leikarann Will Ferrell og hjálpa honum með íslensku og íslenska hreiminn. „Ég sagði auðvitað strax já enda mikill Will Ferrell aðdáandi,“ segir Ari. Í framhaldi af símtalinu fékk Ari tölvupóst frá aðstoðarkonu leikstjóra myndarinnar þar sem kom fram að hann myndi hitta Will og Rachel McAdams til að hjálpa þeim með íslensku í lagi sem verður í myndinni. „Þau voru með eitthvað lag sem var smá bútur af íslensku í og ég var bara að hjálpa þeim með réttan framburð,“ segir Ari sem hitti þau á framleiðsluskrifstofu í London.Grínaðist með tónhæð Bjarkar Hann segir þeim hafa gengið misjafnlega að ná íslenska hreimnum. „R-in reyndust þeim erfið og sömuleiðis Þ-hljóðin í íslenskunni.“Í gær hitti ég Will Ferrell og Rachel McAdams til að kenna þeim íslensku.Í dag er ég í svörtum jakkafötum og með byssu sem er búin til pappa og límbandi— Ari Isfeld Oskarsson (@ariisfeld) July 31, 2019 Ari segir Will Ferrell hafa grínast aðeins með söngkonuna Björk á fundinum með Ara. Var það vegna afar hárrar nótu í laginu sem Ferrell sagði vera í „Bjarkar-hæð“. Að öðru leyti segir Ari það hafa verið nokkuð óraunverulegt að hitta þessa heimsfrægu leikara. „Sérstaklega Will Ferrell sem maður ólst upp við að sjá í bíó. Mér leið stundum eins og ég væri fastur í einhverri mynd.“ Ari er sjálfur nýútskrifaður leikar og starfar sem slíkur í London og er um þessar mundir við tökur á kvikmynd í borginni.Verður tekin að hluta upp á Íslandi Rachel McAdams og Will Ferrell munu leika Íslendinga sem taka þátt í Eurovision-keppninni. Verður myndin tekin upp að hluta á Íslandi en mbl.is greindi frá því í vikunni að tökurnar muni fara fram á Húsavík og að söngkonan sem McAdams leikur eigi að koma frá smábæ á Íslandi. Myndin verður þó að stærstum hluta tekin upp í Pinewood-myndverinu í London. Nokkrir Íslendingar hafa verið ráðnir til að leika í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson, Hannes Óli Ágústsson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Fillipusdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson sem mun leika mann að nafni Johans. Ásamt því að leika aðalhlutverk í myndinni skrifar Will Ferrell einnig handrit hennar. Hann er sagður mikill aðdáandi keppninnar en hann og McAdams voru í Tel Aviv í vor til að kynna sér keppnina sem var haldin þar og var Ferrell einnig í Portúgal þar sem keppnin fór fram í fyrra. Verður Eurovision-myndin framleidd fyrir Netflix. Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Netflix Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59 Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Undirbúningur fyrir Eurovision-mynd Will Ferrell stendur sem hæst þessa dagana en í gær fengu aðalleikarar myndarinnar, Farrell og Rachel McAdams, kennslu frá íslenskum leikara í íslenskum framburði. Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, leikari sem búsettur er í London, fékk símtal frá umboðsmanni sínum á mánudagsmorgun sem spurði hvort Ari væri ekki laus á þriðjudag til að hitta bandaríska leikarann Will Ferrell og hjálpa honum með íslensku og íslenska hreiminn. „Ég sagði auðvitað strax já enda mikill Will Ferrell aðdáandi,“ segir Ari. Í framhaldi af símtalinu fékk Ari tölvupóst frá aðstoðarkonu leikstjóra myndarinnar þar sem kom fram að hann myndi hitta Will og Rachel McAdams til að hjálpa þeim með íslensku í lagi sem verður í myndinni. „Þau voru með eitthvað lag sem var smá bútur af íslensku í og ég var bara að hjálpa þeim með réttan framburð,“ segir Ari sem hitti þau á framleiðsluskrifstofu í London.Grínaðist með tónhæð Bjarkar Hann segir þeim hafa gengið misjafnlega að ná íslenska hreimnum. „R-in reyndust þeim erfið og sömuleiðis Þ-hljóðin í íslenskunni.“Í gær hitti ég Will Ferrell og Rachel McAdams til að kenna þeim íslensku.Í dag er ég í svörtum jakkafötum og með byssu sem er búin til pappa og límbandi— Ari Isfeld Oskarsson (@ariisfeld) July 31, 2019 Ari segir Will Ferrell hafa grínast aðeins með söngkonuna Björk á fundinum með Ara. Var það vegna afar hárrar nótu í laginu sem Ferrell sagði vera í „Bjarkar-hæð“. Að öðru leyti segir Ari það hafa verið nokkuð óraunverulegt að hitta þessa heimsfrægu leikara. „Sérstaklega Will Ferrell sem maður ólst upp við að sjá í bíó. Mér leið stundum eins og ég væri fastur í einhverri mynd.“ Ari er sjálfur nýútskrifaður leikar og starfar sem slíkur í London og er um þessar mundir við tökur á kvikmynd í borginni.Verður tekin að hluta upp á Íslandi Rachel McAdams og Will Ferrell munu leika Íslendinga sem taka þátt í Eurovision-keppninni. Verður myndin tekin upp að hluta á Íslandi en mbl.is greindi frá því í vikunni að tökurnar muni fara fram á Húsavík og að söngkonan sem McAdams leikur eigi að koma frá smábæ á Íslandi. Myndin verður þó að stærstum hluta tekin upp í Pinewood-myndverinu í London. Nokkrir Íslendingar hafa verið ráðnir til að leika í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson, Hannes Óli Ágústsson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Fillipusdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson sem mun leika mann að nafni Johans. Ásamt því að leika aðalhlutverk í myndinni skrifar Will Ferrell einnig handrit hennar. Hann er sagður mikill aðdáandi keppninnar en hann og McAdams voru í Tel Aviv í vor til að kynna sér keppnina sem var haldin þar og var Ferrell einnig í Portúgal þar sem keppnin fór fram í fyrra. Verður Eurovision-myndin framleidd fyrir Netflix.
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Netflix Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59 Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59
Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59
Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36