Guardiola og Klopp meðal þeirra sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 13:45 Pep Guardiola og Jürgen Klopp. Getty/ Clive Brunskill Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út hvaða tíu þjálfarar hjá körlum og konum eru tilnefndir sem besti þjálfarar ársins hjá FIFA. Hjá körlunum koma þrír þjálfarar/knattspyrnustjórar úr ensku úrvalsdeildinni eða þeir Pep Guardiola hjá Manchester City, Jürgen Klopp hjá Liverpool og Mauricio Pochettino hjá Tottenham. Hjá konunum eru landsliðsþjálfarnir frá HM í sumar sigurstranglegastir og þar stendur fráfarandi þjálfari heimsmeistaranna, Jill Ellis hjá Bandaríkjunum, mjög ofarlega. Peter Gerhardsson þjálfari Svía, Phil Neville þjálfari Englendinga og Sarina Wiegman, þjálfari Hollendinga eru öll tilnefnd líka en þessar þjóðir fóru alla leið í undanúrslitin á HM. Meðal landsliðsþjálfara karla sem eru tilnefndir eru Ricardo Gareca sem kom Perú í úrslitaleik Copa America og Djamel Belmadi sem gerði Alsír að Afríkumeisturum. Þar eru líka Erik ten Hag sem gerði ótrúlega hluti með Ajax í Meistaradeildinni sem og þeir Fernando Santos sem vann Þjóðadeildina með Portúgal og Tite sem vann Copa America með Brasilíu. Þeir síðustu eru síðan Marcelo Gallardo hjá River Plate og Didier Deschamps hjá franska landsliðinu. Pep Guardiola og Jürgen Klopp eru báðir ofarlega á blaði hjá flestum. Klopp vann Meistaradeildina með Liverpool en Pep Guardiola heima-þrennuna með Manchester City. FIFA mun tilkynna það 23. september næstkomandi hver hlýtur hnossið. Það má sjá allar þjálfaratilnefningarnar hér fyrir neðan en það er hægt að kjósa á heimsíðu FIFA.Our first announcement today! #TheBest Women's Coach nominees:@milebertolini Jill Ellis Peter Gerhardsson Futoshi Ikeda@is_tona@MontemurroJoe Phil Neville@ReynaldPedros@prileyfury4life@wiegman_s Voting NOW OPEN https://t.co/MPUnRRrU4Q — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019Meet the coaching candidates! #TheBest Men's Coach nominees: Djamel Belmadi Didier Deschamps Marcelo Gallardo Ricardo Gareca@PepTeam Jurgen Klopp Mauricio Pochettino Fernando Santos Erik ten Hag Tite Voting OPEN https://t.co/NRJ9Nz40FC — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019 Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út hvaða tíu þjálfarar hjá körlum og konum eru tilnefndir sem besti þjálfarar ársins hjá FIFA. Hjá körlunum koma þrír þjálfarar/knattspyrnustjórar úr ensku úrvalsdeildinni eða þeir Pep Guardiola hjá Manchester City, Jürgen Klopp hjá Liverpool og Mauricio Pochettino hjá Tottenham. Hjá konunum eru landsliðsþjálfarnir frá HM í sumar sigurstranglegastir og þar stendur fráfarandi þjálfari heimsmeistaranna, Jill Ellis hjá Bandaríkjunum, mjög ofarlega. Peter Gerhardsson þjálfari Svía, Phil Neville þjálfari Englendinga og Sarina Wiegman, þjálfari Hollendinga eru öll tilnefnd líka en þessar þjóðir fóru alla leið í undanúrslitin á HM. Meðal landsliðsþjálfara karla sem eru tilnefndir eru Ricardo Gareca sem kom Perú í úrslitaleik Copa America og Djamel Belmadi sem gerði Alsír að Afríkumeisturum. Þar eru líka Erik ten Hag sem gerði ótrúlega hluti með Ajax í Meistaradeildinni sem og þeir Fernando Santos sem vann Þjóðadeildina með Portúgal og Tite sem vann Copa America með Brasilíu. Þeir síðustu eru síðan Marcelo Gallardo hjá River Plate og Didier Deschamps hjá franska landsliðinu. Pep Guardiola og Jürgen Klopp eru báðir ofarlega á blaði hjá flestum. Klopp vann Meistaradeildina með Liverpool en Pep Guardiola heima-þrennuna með Manchester City. FIFA mun tilkynna það 23. september næstkomandi hver hlýtur hnossið. Það má sjá allar þjálfaratilnefningarnar hér fyrir neðan en það er hægt að kjósa á heimsíðu FIFA.Our first announcement today! #TheBest Women's Coach nominees:@milebertolini Jill Ellis Peter Gerhardsson Futoshi Ikeda@is_tona@MontemurroJoe Phil Neville@ReynaldPedros@prileyfury4life@wiegman_s Voting NOW OPEN https://t.co/MPUnRRrU4Q — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019Meet the coaching candidates! #TheBest Men's Coach nominees: Djamel Belmadi Didier Deschamps Marcelo Gallardo Ricardo Gareca@PepTeam Jurgen Klopp Mauricio Pochettino Fernando Santos Erik ten Hag Tite Voting OPEN https://t.co/NRJ9Nz40FC — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira