Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 12:00 Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira