Fjárfestum í heilsu Þorsteinn Víglundsson skrifar 6. febrúar 2019 11:15 Við verjum nærri 250 milljörðum til heilbrigðiskerfisins okkar árlega að viðbættum beinum útgjöldum heimilanna til heilbrigðistengdrar þjónustu. Þess utan má leiða líkur að því að árleg útgjöld okkar til heilbrigðismála væru í það minnsta 50 milljörðum króna hærri á ári hverju ef meðalaldur þjóðarinnar væri á pari við hin Norðurlöndin. Því til viðbótar bætist síðan krafa okkar um sífellt betri þjónustu og fjölbreyttari úrræði eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins í dag er vegna mikillar aukningar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Við hreyfum okkur ekki nóg. Streita og álag er of mikið. Við borðum of mikið eða ekki nægilega holla fæðu og svo mætti áfram telja. Við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Aukin tíðni æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar. Oft er heilsubresturinn varanlegur og við glímum samhliða þessu við stóraukna tíðni örorku. Við verjum í dag um 70 milljörðum á ári til greiðslu örorkulífeyris og ef tíðni örorku þróast áfram með sama hætti og verið hefur mun árlegur kostnaður okkar hafa aukist um 40-60 milljarða króna árið 2030. Til að bregðast við þessari þróun verðum við að stórauka fjárframlög til heilsutengdrar fræðslu og forvarna. Við þurfum að auka framlög til geðheilbrigðismála og meðhöndla geðræn vandamál til jafns við aðra heilsutengda kvilla. Fyrsta skrefið gæti þar verið að fella þjónustu sálfræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og auka þannig aðgengi almennings að slíkri þjónustu óháð efnahag. Sú staðreynd að þetta hefur ekki enn verið gert endurspeglar fordóma sem því miður eru enn ríkjandi gagnvart geðsjúkdómum. Það horfir þó vonandi til breytinga því þingmenn Viðreisnar hafa, ásamt 21 öðrum þingmanni, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Það væri risastórt skref ef frumvarpið nær fram að ganga. Við getum gert miklu betur. Við vitum að aukin áhersla á geðheilbrigði, hreyfingu og heilsusamlegt líferni skilar sér margfalt í bættri heilsu og lífsgæðum og á endanum í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og örorku en ella. Fjárfestum í heilsu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Við verjum nærri 250 milljörðum til heilbrigðiskerfisins okkar árlega að viðbættum beinum útgjöldum heimilanna til heilbrigðistengdrar þjónustu. Þess utan má leiða líkur að því að árleg útgjöld okkar til heilbrigðismála væru í það minnsta 50 milljörðum króna hærri á ári hverju ef meðalaldur þjóðarinnar væri á pari við hin Norðurlöndin. Því til viðbótar bætist síðan krafa okkar um sífellt betri þjónustu og fjölbreyttari úrræði eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins í dag er vegna mikillar aukningar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Við hreyfum okkur ekki nóg. Streita og álag er of mikið. Við borðum of mikið eða ekki nægilega holla fæðu og svo mætti áfram telja. Við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Aukin tíðni æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar. Oft er heilsubresturinn varanlegur og við glímum samhliða þessu við stóraukna tíðni örorku. Við verjum í dag um 70 milljörðum á ári til greiðslu örorkulífeyris og ef tíðni örorku þróast áfram með sama hætti og verið hefur mun árlegur kostnaður okkar hafa aukist um 40-60 milljarða króna árið 2030. Til að bregðast við þessari þróun verðum við að stórauka fjárframlög til heilsutengdrar fræðslu og forvarna. Við þurfum að auka framlög til geðheilbrigðismála og meðhöndla geðræn vandamál til jafns við aðra heilsutengda kvilla. Fyrsta skrefið gæti þar verið að fella þjónustu sálfræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og auka þannig aðgengi almennings að slíkri þjónustu óháð efnahag. Sú staðreynd að þetta hefur ekki enn verið gert endurspeglar fordóma sem því miður eru enn ríkjandi gagnvart geðsjúkdómum. Það horfir þó vonandi til breytinga því þingmenn Viðreisnar hafa, ásamt 21 öðrum þingmanni, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Það væri risastórt skref ef frumvarpið nær fram að ganga. Við getum gert miklu betur. Við vitum að aukin áhersla á geðheilbrigði, hreyfingu og heilsusamlegt líferni skilar sér margfalt í bættri heilsu og lífsgæðum og á endanum í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og örorku en ella. Fjárfestum í heilsu!
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun